Saga - 2022, Page 214
ildunum verður veikari en ástæða hefði verið til í bók af þessu tagi. Að því
er ég fékk best séð birtist fyrsta beina tilvitnun í bókinni á bls. 299. Þó er hér
um að ræða mjög sláandi heimildir sem hefði legið beint við að leyfa lesend-
um að gægjast í fyrir tilstilli beinna tilvísana, nokkuð sem hefði verið mikill
fengur að í fræðibók fyrir almenning. Oft er orðalag í bókinni með þeim
hætti að líklegt er að textinn fari í það minnsta mjög nálægt upprunalega
textanum, en um þetta er ómögulegt að vera viss. Þetta vekur stundum upp
áleitnar spurningar, eins og á bls. 300, þar sem rætt er um lýsingu Björns
Blöndals sýslumanns á hugarástandi böðulsins Guðmundar Ketilssonar
eftir aftökuna. Eru þetta orð Björns eða Þórunnar?
Hvergi í bókinni er að finna beinar tilvitnanir í Friðrik, Agnes eða Sig -
ríði. Hins vegar er höfundur bókarinnar sínálægur, eins og áður hefur
komið fram. Að mörgu leyti gerir það bókina skemmtilega aflestrar og að -
gengi lega (ekki síst kaflinn um aftökuna þar sem stíll Þórunnar nýtur sín
afar vel) en stundum keyrir þetta einfaldlega um þverbak. Það gerist varla
að gjörðir persónu séu ræddar án þess að höfundur láti falla einhvern dóm
um þær eða persónuna. Lesandanum er ekki treyst til að mynda sér sína
eigin skoðun, hann fær ekki rými til þess.
Þórunn dregur líka úr og í þegar kemur að afstöðu hennar til söguper-
sóna. Það má líta á þetta sem stílbragð höfundar, að ætlunin sé að benda á
að hægt sé að skoða atburðina út frá ólíku sjónarhorni og erfitt að finna ein-
hvern einn „sannleika“, hvað þá 200 árum síðar. En þetta getur orðið mót-
sagnakennt og það kristallast í undirkaflanum „Greining Helgu Kress“. Þar
rekur Þórunn þá kenningu Helgu að Agnes og Sigríður hafi verið fórnar -
lömb ítrekaðs kynferðisofbeldis af hálfu Natans og þess vegna hafi þær lagt
á ráðin um að myrða hann. Höfundur tekur hvorki afstöðu með né á móti
þessari kenningu, heldur klykkir út með: „Úff … ég veit ekki. Hverju á
maður að trúa?“ (270). Með öðrum orðum skilur fræðimaðurinn almenn ing
eftir með þessa spurningu. Þó er bókin skrifuð út frá þeirri kenningu höf-
undar að morðin hafi verið hreinir og beinir auðgunarglæpir og Agnesi og
Sigríði almennt lýst sem siðlausum og fégráðugum. Sá skilningur fer ekki
saman með því að þær hafi verið fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar
í örvæntingarfullri leit að undankomuleið.
Þórunn minnist heldur ekki á grein Vilhelms Vilhelmssonar í vorhefti
Sögu 2015, „Stílfært og sett í samhengi. Um heimildargildi vitnisburða í réttar -
heimildum“, þar sem hann andmælti meðal annars kenningu Helgu Kress
og benti á að hana skorti sterkari rökstuðning. Í grein sinni benti Vilhelm
einnig almennt á vandkvæði þess að notast við réttarheimildir sem sögu -
legar heimildir. Nálgunin sem Vilhelm talaði fyrir þegar kemur að sagn -
fræðirannsóknum á réttarheimildum fyrri alda var bæði póstmódernísk og
fræðileg og átti því kannski ekki upp á pallborðið hjá Þórunni sem vill „skila
sögunni úr turninum til fólksins“ (11). Bærinn brennur er þrátt fyrir þá ágalla
sem hér hafa verið taldir upp bók sem hefur margt til síns ágætis og hefur
ritdómar212