Saga - 2022, Blaðsíða 217
Farið er hratt yfir sögu í næsta kafla á eftir, „Vaxandi virðing“, en tíma -
sviðið spannar 36 ár. Þótt minna sé þar um átök er ljóst að sama umræða
heldur áfram um fjölgun dómara, húsakynni réttarins, faglega (ópólitíska)
skipan í Hæstarétt og skilvirkari málsmeðferð. Eitt mál sem hæstaréttar-
dómari flækist í er sérstaklega tekið fyrir: Víxilmálið svokalla. Arnþór fer vel
ofan í málavöxtu þrátt fyrir að hér sé um flókið mál að ræða en kaflinn sýnir
vel fram á ákveðna samtryggingu stjórnmálastéttarinnar, bankanna og hæsta -
réttardómara (245).
Þessi þráður um almenning gagnvart kerfinu heldur áfram í kaflanum
á eftir, bæði þegar fjallað er um gagnrýni Vilmundar Gylfasonar á Hæstarétt
og seinna gagnrýni Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sem þó er eina dæmið
um lögfræðilega gagnrýni á réttinn. Spurningar um málsmeðferð, álag á
dómara og umdeildar skipanir loða svo við réttinn þar til Landsrétti er
komið á fót sem markar nýjan tíma fyrir Hæstarétt.
Verkið er mjög almenns eðlis enda er um langt tímabil að ræða. Heim -
ildir eru helst sóttar til Hæstaréttar auk einkaskjalasafna og samtímafjöl -
miðla. Þá er vísað í margvíslegar rannsóknir, bæði í sagnfræði sem og lög -
fræði og félagsvísindum. Þannig dregur höfundur upp heildstæða mynd af
viðfangsefni sínu og þróun þess í gegnum tíma örra breytinga.
Ritið veitir gott yfirlit yfir þróun íslensks dómsvalds frá stofnun Hæsta -
réttar til ársins 2020. Þannig má lesa út úr því ákveðna byrjunarörðugleika
sem fylgdu flutningi æðsta dómsvalds til Íslands, sem birtust meðal annars
í ófullnægjandi húsnæði, fjölgun og fækkun dómara, efasemdum um sjálf -
stæði dómstóla og samruna ólíkra valdsviða ríkisins og óvissu um fullnægj-
andi málsmeðferð. Þessi vandamál vildu loða við réttinn, allt til síðasta ára-
tugar þegar Landsdómur leysti Hæstarétt undan mesta álaginu.
Arnþór fylgir almennt vel eftir þeim orðum sínum að áhersla sé á að
greina samspil réttarins og þjóðfélagsins. Þó vantar á að hann fylgi eftir
þeim dæmum sem hann nefnir sérstaklega. Í fyrsta lagi nefnir hann að
auknum fjárhagsvandræðum í þjóðfélaginu fylgi dómsmál sem rekja megi
til þeirra. Að vísu er fjallað heilmikið um eftirmála hrunsins en að öðru leyti
er ekki sýnt fram á fylgni þessara þátta í ritinu. Í öðru lagi nefnir hann
aukna neyslu áfengis- og vímuefna en ekki er að sjá að hann fjalli um slíkt í
ritinu.
Í þriðja lagi nefnir hann aukna og opnari umræðu um kynferðisbrot og
kröfu um þyngri refsingar. Gerð er almenn grein fyrir kynferðisbrotum í
samhengi við traust á dómstólum (453–454). Þar er vísað í rannsóknir í lög -
fræði og félagsfræði, meðal annars í samhengi við harðari refsingar í fíkni-
efnamálum. Hér er vissulega um viðkvæmt viðfangsefni að ræða en þó
hefði verið unnt að gera málaflokknum betur skil með vísan í samtímaheim-
ildir. Þannig mætti greina frekar sjónarmið dómstólsins annars vegar og
gagnrýnenda hins vegar. Þetta eru vonbrigði eftir það sem tekið var fram í
inngangi.
ritdómar 215