Saga - 2022, Síða 220
Hans Eliassen: Við virðumst ekki eiga jafn erfitt og þið með samskipti
við Kína.
Birgitte Nyborg: Það er af barnaskap! Þið búið á eyju sem er stærri en
Vestur-Evrópa með íbúafjölda á við Vejle. Hvað hugsarðu þér? Sjálf -
stætt arktískt Bahrain? Þið verðið leiksoppar Bandaríkjanna og Kína.
Þau éta ykkur lifandi.
Hans Eliassen: En við höfum heimastjórn!
Birigitte Nyborg: Já, vegna þess að danska þingið setti lög um hana. Og
þeim lögum getur þingið líka breytt.
[Grænlenski ráðherrann gengur á dyr, danski ráðherrann undrast það].
(Borgen 2022, 4. þáttaröð, 3. þáttur, þýtt af höfundi)
Senan felur auðvitað í sér mikla einföldun á flóknu og löngu samtali fulltrúa
dansks ríkisvalds við forystufólk nýlendna sinna (eða hjálendna) í gegnum
tíðina. En í henni skjóta samt upp kollinum furðu mörg þeirra deiluefna sem
einkennt hafa samskiptin — og ýjað er að öðrum: nýlendan og ungling -
urinn, vanbúin stjórnsýsla (aðeins Danir geta haldið uppi góðri reglu ríkis-
ins), spillingin í jaðarlendunum, smæð landanna (stórveldin gleypa þau),
fámenni — vanþróun, ástandið (alkóhólismi, glæpir, sjálfsmorð), barnaskap-
ur, óraunhæfir draumar, ábyrgðarleysi. Senan undirstrikar tilvistarkreppu
núverandi og fyrrverandi hjálendna þar sem sú óþægilega spurning kemur
alltaf upp hvort það kunni að vera rétt að dönsk yfirráð séu nauðsyn.
Jafnvel Ísland, þrátt fyrir að eiga að baki næstum heillar aldar sjálfstæði,
gekk í gegnum efasemdaskeið haustið 2008 þar sem framtíð sjálfstæðs ís -
lensks ríkis virtist óviss.
Denmark and the New North Atlantic er merkileg tilraun til að fjalla um
vestur-norrænu löndin þrjú, Ísland, Grænland og Færeyjar, á ferskan og
áhugaverðan hátt og sameina fræðilega nálgun og umræðu sem nær til sam-
eiginlegrar lífsreynslu og vitundar þeirra sem eiga heimkynni á þessu
svæði. Danmörk er aldrei fjarri — og að þessu er vikið í verkinu, meðal ann-
ars þar sem fjallað er um ummyndun fortíðarinnar í viðleitni til að takast á
við samtímann og spurt um sameiginlega framtíðarsýn Norður-Atlants hafs -
svæðisins. Þar sem tengslin við Danmörku eru það sem skapar hina sameig-
inlegu fortíð, frekar en lárétt tengsl innan svæðisins, verður Danmörk
tæpast tekin út úr efniviði hinnar sameiginlegu framtíðar (2. bindi, 103‒104).
Í einstökum köflum verksins er reynt að greina, frá ólíkum sjónarhornum,
frásagnir og minningar sem stýra sjálfsmynd og menningarlegri orðræðu
Íslands, Færeyja og Grænlands þar sem Danmörk er alltaf undirliggjandi
þáttur.
Þetta er voldugt verk í stóru broti og tveimur bindum — yfir 600 blað -
síður þegar allt er talið. Bókin er ekki greinasafn heldur fjölhöfundaverk þar
sem ritstjórarnir stilla sér upp sem meðhöfundar og skrifa stuttan inngang
„fyrir hönd bókarhöfunda“. Þeir eru þrettán talsins og koma með mismikl-
ritdómar218