Saga - 2022, Blaðsíða 222
síðustu áratugum nítjándu aldar þegar danska stórríkið var að liðast í sund-
ur og umbreytast svo eftir stóð „lítilfjörlegt smáríki“ (1. bindi, 153). Hér er
líka vikið að þversögnum þjóðernisrómantíkurinnar þar sem þrá nýlend-
unnar eftir eigin þjóðríki nærist á þjóðernishyggju nýlenduveldisins en
mætir svo þögn þess í viðleitni sinni til að öðlast sjálfstæða tilveru þar sem
kostirnir eru aðeins tveir: Vera áfram hluti af ríkisheildinni eða yfirgefa hana
og fara sína leið. Hér er ekki, frekar en annars staðar í bókinni, reynt að
svara spurningum á borð við hvort Danir voru góðir eða vondir; hvort það
sé rétt frásagnarhorf þar sem dönsk yfirráð eru sett í nýlendusamhengi eða
hvort réttara sé að taka mark á og jafnvel að vissu leyti viðurkenna Dani
sem boðbera evrópskrar siðmenningar (1. bindi, 95). Þessi hluti bókarinnar
felur að sumu leyti í sér áhugaverðustu tenginguna við sagnfræðilega um -
ræðu og gerir henni góð skil auk þess sem áhersla er lögð á að nýta sem
best greiningarhugtök sem nú eru í forgrunni. Vissulega má spyrja sig um
gagnsemi hugtaka á borð við „uchronotopia“ til að tákna stað og tímaleysi
sögulegra umskipta þegar rými skapast fyrir ný frásagnarmynstur og nýja
fram tíðarsýn og um leið nýjan skilning á fortíð (sjá t.d. 1. bindi, 69, 135, 151,
202).
Þriðji og fjórði hluti fyrra bindis eru helgaðir samtímanum frekar en
fortíðinni en hér er áherslan þó áfram á hið ímyndaða — ekki ímyndað sam-
félag, ímyndaða sögu eða ímyndaða framtíð heldur ímyndað landmót
(e. Geographies) og hið „tilfinningalega landslag“. Báða kaflana skortir hið
heildstæða svipmót fyrri kaflanna tveggja en fela þó í sér forvitnilegar til-
raunir til að nálgast svæðið í gegnum ólíkar myndhverfingar. Í þriðja hluta
ræður myndhverfing kortlagningarinnar ríkjum auk þess sem höfundar
vinna með hugtakið bláma og ólíka merkingarvísa þess, allt frá blús til
„bládýpis.“ Umræðan lýtur að því hvernig hið exótíska, fjarlæga og ógn-
vænlega er magnað upp í bókstaflegri (og listrænni) kortlagningu svæðisins
þar sem undir býr gjarnan tilraun til að setja tenginguna við óbeislaða nátt-
úru í forgrunn. Dregið er fram með áhugaverðum hætti hvernig hið kunn-
uglega kallast á við hið ókunna og skáldsaga Williams Heinesen, De fortabte
spildemænd, er miðlæg í frásögninni — reyndar aðallega fyrsta málsgrein
bókarinnar þar sem hið smáa, fjarlæga og utanveltu inniheldur á sinn smáa
hátt fullkomna eftirmynd hins virka samfélags — og er þannig stærra, séð
innan frá. Tilfinningalegt landslag sem fjallað er um í síðasta kafla fyrra
bindis heldur áfram umræðunni um landmót og færir hana yfir til landslags
þar sem sköpun og endursköpun hins arktíska landslags er sjálfsmyndar-
sköpun í hnotskurn og sjálfsmyndin er sótt í hinn exótíska hreinleika
norðursins. Hinn upplifaði hreinleiki seilist frá landslagi yfir í tungumál og
þjóðmenningu.
Í síðara bindi verksins er farið yfir víðan völl eins og í hinu fyrra en þó
staðnæmst við efni sem má segja að séu í miðpunkti fræðilegrar menning-
arumræðu samtímans: Kyn, kyngervi og kynþátt annars vegar og minni,
ritdómar220