Saga - 2022, Blaðsíða 225
atriði. Fyrst og fremst er lögð áhersla á að kynna röð atburða og þróun og
horft sérstaklega til þeirra einstaklinga sem gegndu lykilhlutverki í sögu
netagerðarinnar, sem gefur ákveðna nánd í umfjöllun sem annars gæti orðið
of tæknileg. Mismunandi gerðir veiðarfæra eru kynntar með myndum eða
skýringarteikningum sem sýna glögglega hlutverk þeirra og virkni. Um -
fjöllun um lykilatburði, einstaklinga og tækninýjungar veitir lesandan um
skilning á mikilvægi þeirra og því hvernig þær koma við sögu þróunar
veiðarfæra.
Bókinni er skipt í fjóra meginhluta; „Árin fram til 1900“, „Þróun neta-
gerðar“, „Saga nótar“ og „Menntun netagerðarmanna“. Fyrsti hlutinn, „Árin
fram til 1900“, er greinargóð kynning á mismunandi veiðiaðferðum sem
voru notaðar fram að tuttugustu öldinni. Kaflaskipting eftir veiðiaðferðum
gerir lesandanum mögulegt að fylgja eftir þróun þeirra margvíslegu veiðar-
færa sem nýtt voru fyrir mismunandi fisktegundir í áranna rás, með
sérstakri áherslu á síldveiðar. Hver kafli er ríkulega skreyttur myndum sem
útskýra veiðarfærin og notkun þeirra og sömuleiðis er þeim lýst vandlega
með útdráttum úr ýmsum heimildum. Þessi kafli er sérlega gagnlegur sem
inngangur að þeim veiðiaðferðum sem eru ræddar í nánari smáatriðum
síðar í bókinni. Í „Þróun netagerðar“, öðrum hluta bókarinnar, er haldið
áfram útskýringum á mismunandi veiðarfærum. Í upphafi er fjallað um
mikilvægi ýmissar annarrar tækniþróunar og hlutverk lykilstofnana. Þetta
efni er sett fram til skiptis eftir tímabili og eftir sérstökum tegundum veiðar-
færa. Einnig er farið yfir áhrif meiriháttar sögulegra atburða til að veita les-
andanum skilning á því hvernig sumir þeirra leiddu ekki bara til nýrrar
tækni heldur höfðu einnig áhrif á þróun veiða. Eins og aðrir hlutar bókar-
innar inniheldur þessi gnægð mynda og skýringarteikninga sem eru til mik-
illar hjálpar fyrir þá sem ekki eru kunnugir veiðarfærum. Í þriðja hlutanum,
„Sögu nótar“, er farið vel yfir mikilvæga sögu stéttarfélaga og verkalýðsbar-
áttu. Hlutverk ákveðinna lykilaðila er skoðað vandlega og líkt og í fyrri bók-
arhlutum er mikið um útdrætti úr frumheimildum. Í þessum hluta má finna
ítarlega greiningu á því hvers vegna og hvernig samtök netagerðarmanna
urðu til og hvaða gildi þau höfðu, sem sýnir einnig fram á mikilvægi þeirra
enn þann dag í dag. „Menntun netagerðarmanna“ er síðasti hluti textans en
þar er kafað ofan í hvernig menntun fyrir netagerðarmenn var komið á fót.
Þar er ekki einungis fjallað um mikilvægi þeirrar menntunar heldur einnig
gildi hennar í því að þróa veiðarfæratækni og setja ákveðin viðmið fyrir þá
sem vinna innan greinarinnar.
Í bókinni er saga netagerðar sögð á vafningalausan hátt sem snýst fyrst
og fremst um fólkið, frekar en tæknina. Hún er heildarsaga þjóðfélags- og
menningarlegs mikilvægis netagerðar og netagerðarmanna en leitar ekki út
fyrir efnið. Þýðing tækninnar eða þróunar hennar er ekki könnuð nánar og
það er ekki farið í saumana á því hvernig netagerð á Íslandi stóð í saman-
burði við breiðari evrópskan vettvang. Ekki er farið dýpra í ástæður fram -
ritdómar 223