Saga - 2022, Page 226
þróunarinnar og áhugahvatir einstaklinga, og aðeins minnst lítillega á mikil-
vægi og áhrif netagerðar í víðara samhengi. Þetta dregur hins vegar ekkert
úr gildi bókarinnar sem ómissandi riti varðandi sögu netagerðar á Íslandi.
Það er augljóst að höfundurinn er gríðarvel að sér um efnið, sem sést
meðal annars vel í því af hve mikilli natni hann fjallar um þennan mikil -
væga og lítt rannsakaða hluta Íslandssögunnar. Það hefur mikið verið skrif -
að um útgerðina og mikilvægi sjávarútvegsins á Íslandi og þessi bók er fyrir -
taks viðbót í þá flóru, enda víðtæk og nákvæm umfjöllun um netagerð og
netagerðarmenn á Íslandi, og yfirgripsmikill leiðarvísir um gerðir og þróun
veiðarfæra hér á landi. Ekkert annað rit er jafn nákvæmt og með jafn ríku-
legum heimildum og myndum. Vísanir í heimildir eru umfangsmiklar, sem
sýnir djúpan skilning höfundarins á efninu og þær rannsóknir sem liggja að
baki svo nákvæmu riti.
Sylvía Marsibil Bates
Jón Þ. Þór, HÖNDLAÐ VIÐ POLLINN. SAGA VERSLUNAR OG VIÐ -
SKIPTA Á AKUREyRI FRÁ ÖNDVERÐU TIL 2000. Hið íslenska bók-
menntafélag, Reykjavík 2021. 270 bls. Myndir, heimilda- og tilvísana-
skrá, mannanafnaskrá.
Árið 2021 kom út bókin Höndlað við Pollinn. Saga verslunar og viðskipta á
Akureyri frá öndverðu til 2000 eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing. Í aðfaraorðum höf-
undar kemur fram að hugmyndin að ritun bókarinnar hafi vaknað síðla árs
2014. Að útgáfunni komu Kaupmannafélag Akureyrar, Félag verslunar- og
skrifstofufólks á Akureyri og KEA. Fulltrúar fyrrnefndra aðila skipuðu síðan
ritnefnd undir forystu Ingólfs Sverrissonar. Fljótlega var ákveðið að sagan
myndi ná frá „öndverðu“ til aldamótanna 2000. Þetta er óneitanlega stórt
sögusvið en sýnir metnað og áhuga til að gera umfjöllunarefninu góð skil.
Jón Þ. Þór var ráðinn til verksins, en hann er barnfæddur Akureyringur.
Ritið er góð samantekt á verslunarháttum á Akureyri á liðnum tíma. Þar ber
sérstaklega að taka tillit til orða höfundar um að nauðsynlegt sé að fara yfir
sögu verslunar, viðskipta og efnahags á lands- og jafnvel heimsvísu eftir því
sem þurfa þykir í upphafi hvers meginkafla. Í því tilliti hafi Akureyri ekki
verið „eyland“ og óháð ytri þáttum. Þetta tel ég rétt metið.
Bókin hefst á fremur hefðbundinn máta. Höfundur vísar í miðaldaheim-
ildir sem geta verslunarstaða í nágrenni Akureyrar, svo sem Kaupangs,
Festar kletts og Gása. Síðan vísar hann í svonefnda Hofsbót eða Pollinn sem
líklegan verslunarstað um miðbik fimmtándu aldar á hinu eiginlega svæði
sem seinna fékk nafnið Akureyri. Höfundur bætir þó við að fyrir því séu
ekki óyggjandi heimildir og er sá varnagli í takt við góða heimildanotkun í
ritinu. Einokunarverslunin á árunum 1602−1787 fær sitt pláss. Þar leitar höf-
ritdómar224