Saga - 2022, Page 229
og hugrenningar höfundar stundum með og skapar þetta geðfellda stemn-
ingu og yfirbragð. Sérstaklega er slíkt að finna í síðasta meginkaflanum,
Verslanir á Akureyri um 1960 og síðar (202−248). Bókin er skrifuð á aðgengi-
legu máli. Þar er ég ekki síst að hugsa um ungt fólk og skólanemendur.
Áhugavert er að sjá þróunina í gegnum tíðina, og sumt er ekki svo fjarlægt
í tíma, til dæmis þegar fyrsta Kjörbúðin, (sjálfsafgreiðsluverslun) KEA, var
sett á laggirnar 1955 í Brekkugötu 1. Nú á dögum heyrir það nánast sögunni
til að „kaupa yfir búðarborðið“ eins og það var kallað. Einnig eru hverfis-
verslanir mikið til horfnar og stórmarkaðir í úthverfum hafa tekið við.
Fjölmargar myndir prýða bókina, margar úr einkasöfnum og hafa ekki birst
áður. Þrátt fyrir nokkra galla sem ég hef nefnt er mikill fengur að þessu riti
og það er höfundi til sóma.
Sigurgeir Guðjónsson
Anna Heiða Baldursdóttir, Atli Þór Kristinsson, Daníel Guðmundur
Daníelsson, Marín Árnadóttir, Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi
Magnússon, ÞÆTTIR AF SÉRKENNILEGU FÓLKI. MENNING FÁ -
TÆKTAR. Sýnisbók íslenskar alþýðumenningar 28. Ritstjórar Davíð
Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon. Háskólaútgáfan. Reykjavík
2021. 346 bls. Heim ilda skrá.
Í formála verksins Þættir af sérkennilegu fólki, sem er þó fremur inngangur,
gerir Sigurður Gylfi Magnússon ritstjóri grein fyrir aðdraganda að tilurð
bókarinnar og samhengi hennar: Þátttakendur tengjast tveimur öndvegis-
verkefnum sem eru styrkt af Rannís. Ritstjórinn greinir jafnframt frá því
að bókin fjalli um „fólk á jaðri samfélagsins, fólk sem samferðamennirnir
álitu sérkennilegt“ sem hafi iðulega átt illa ævi og verið „skotspónn“ sam -
tíðar sinnar (11). Þessi markmiðslýsing er einnig orðuð í „Summary“ aftast
í bókinni. Þar er staðhæft að meginviðfangsefnið séu andstæðurnar unusual
og normal, og að í bókinni sé reynt að skilja „what is behind the idea
of „normal“ and considers deviations from so-called normal behavior“
(331).
Um þetta efni er fjallað í nokkrum greinum í bókinni. Í hinni fyrstu,
„Hvar er fríkin að finna? Leitin að merkingu lífsins,“ ræðir Sigurður Gylfi
um hugtakið frík og tengir umræðuna við hugtökin við og hinir sem eru
alkunn úr eftirlendufræðum en einnig í öðru samhengi eins og hann nefnir;
þar vísar hann til hins þekkta fræðimanns Zygmunts Baumann. Þessa nálg-
un tengir hann síðan við aðferð einsögunnar, andstæðu stórsögunnar, og
tekur dæmi frá Bretlandi og Bandaríkjunum til að skýra mál sitt. Með
þessari aðferð telur hann að draga megi fram önnur sjónarhorn og tekur
sem dæmi vændi sem hafi verið eðlilegur hluti af lífi lágstéttarkvenna í stór-
ritdómar 227