Saga - 2022, Blaðsíða 231
Marín Árnadóttir fjallar í grein sinni um ofbeldi og einelti eins og það
birtist í umfjöllunum um sérkennilegt fólk sem safnað var á fyrri öldum, þó
einkum á nítjándu og tuttugustu öld. Eins og Marín nefnir er þessi þáttur
hvað umfangsmestur innan þess flokks rita sem kallaður hefur verið
þjóðlegur fróðleikur. Meginefni greinarinnar eru þó tveir einstaklingar, þau
Solveig Eiríksdóttir og Jón Gissurarson, eða öllu heldur sögur af þeim.
Marín dregur fram gróteskar lýsingar á þeim og þeim ofsóknum sem þau
urðu fyrir, einkum Solveig. Á vissan hátt voru þau bæði höfð til sýnis og
níðst á þeim en höfundur nefnir þó einnig að fólk í þessari stöðu hafi ekki
verið algjörlega valdalaust. Það er jafnframt áhugavert að velta fyrir sér
hvort þessi grein þjóðlegs fróðleiks komi jafnvel í stað fríksýninga sem voru
algengar erlendis en tíðkuðust ekki hér á landi. Með því að gefa út um -
rædda texta gat almenningur „notið“ þess að upplifa fríkin þar sem hann
var staddur heima hjá sér við lestur. Höfundur veltir fyrir sér þeim mögu-
leika hvort megi tengja illa meðferð á umræddu fólki við ofbeldi á vistheim-
ilum á tuttugustu öld. Það gæti verið nærri lagi en eins og kunnugt er skera
íslensk vistheimili sig víst ekki úr að þessu leyti, enda víða verið afhjúpuð
sambærileg dæmi bæði austan hafs og vestan á umliðnum árum. Það vekur
athygli að kynferðislegt ofbeldi er ekki nefnt í þessu samhengi. Ætli slík mis-
notkun á umræddum hópi hafi ekki einmitt verið algeng?
Sólveig Ólafsdóttir fjallar um sama fólk og Marín, þ.e. þau Solveigu og
Jón, eða öllu heldur aðferðirnar við að finna upplýsingar um þau, samhliða
því að kanna hina kerfisbundnu orðræðu um þessa einstaklinga og helstu
einkenni hennar; í því samhengi nýtir hún hugtakið yrðingu sem í fljótu
bragði virðist merkja hið sama og orðræða. Hér hefði farið vel á því að
Marín og Sólveig legðu saman krafta sína og smíðuðu úr efniviðnum eina
sameiginlega grein í stað tveggja, enda söguhetjur beggja, ef svo má að orði
komast, hinar sömu.
Í síðari hluta verksins eru fjórar skrár. Fyrst ber að nefna „Frásagnir af
óvenjulegu fólki í bókum, blöðum og tímaritum frá 1850 til vorra daga“ sem
Marín Árnadóttir tók saman. Hinar þrjár skrárnar tók Daníel Guðmundur
Daníelsson saman. Þær eru eftirfarandi: „Af sérkennilegu fólki og atburðum
í Alþingisbókum Íslands frá 1570–1870“, „Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18.
öld: Mannlýsingar í Alþingisbókum Íslands 1635–1787“ og loks „Af sér-
kennilegu fólki og atburðum í Annálum 1400–1800.“ Þau Marín og Daníel
fjalla síðan um skrárnar í inngangsgreinum.
Í inngangsgrein sinni lýsir Marín leitarorðum og aðferðafræðinni við
skráargerðina og ljóst er að vettvangurinn hefur einkum verið hinn ágæti
vefur timarit.is. Þá gerir hún tilraun til að flokka frásagnirnar eftir helstu
einkennum lýsinganna í „líkamlegt“ eða „andlegt“, greinir þær eftir kyni,
og fjallar nokkuð um einkenni orðræðunnar. Ljóst er að gagnasöfnun af
þessu tagi er vandasöm og þegar litið er yfir skrána kemur í ljós að
aðferðafræðin hefði þurft að vera heldur skýrari, þ.e. að markmiðið væri að
ritdómar 229