Saga - 2022, Blaðsíða 234
Ísland. Þar má með sanni segja að sé sleginn nýr tónn því til umfjöllunar er
einkum þróun stjórnsýslunnar og uppbygging nútímalegs ríkisvalds með
öllum þeim stofnunum og skriffinnsku sem slíku fylgir. Miðlægt í rannsókn-
inni er skjalasafn lénsmannanna á Bessastöðum og þróun þess frá því að
lénsmennirnir tóku við fyrstu skjölunum, en það voru skjöl Viðeyjar klaust -
urs, og þar til Ísland varð amt í Danmörku.
Bókin skiptist í tvo hluta, annars vegar er hin eiginlega rannsókn en í
seinni hlutanum eru viðaukar þar sem birt eru ýmis konar gögn sem
tengjast rannsókninni, svo sem lénsreikningar og veitingarbréf lénsmann-
anna ásamt ýmsu öðru.
Í fyrri hlutanum er fyrst, í inngangi, gerð grein fyrir rannsókninni, að -
ferðum, nálgun og framsetningu. Síðan er fjallað um mótun stjórnsýsl unnar
eftir siðskipti og að því búnu er sagt frá því hvernig lénsreikningarnir voru
endurskoðaðir, greint frá innihaldi þeirra og uppbyggingu. Því næst er
fjallað um lénsmennina sjálfa og hlutverk þeirra samkvæmt veitingar bréf -
um en einnig koma fógetar þeirra við sögu. Að því búnu er fjallað um
hvernig skjalasafnið á Bessastöðum varð til. Að lokum kemur svo niður -
stöðukafli og þar er einn mikilvægasti þáttur rannsóknarinnar, skrá yfir
skjalasafnið á Bessastöðum eftir því sem heimildir leyfa og upplýsingar um
það hvar skjölin eru varðveitt. Þessi hluti bókarinnar er, ef svo má segja, eins
konar leiðarhnoð allra þeirra sem hér eftir vilja rannsaka efni tengt sextándu
og sautjándu öldinni.
Fyrstu áratugina beindist starf lénsmannanna einkum að því að styrkja
hinn nýja sið, lúterskuna, í sessi og miðaðist stjórnsýslan að talsverðu leyti
við það, sem og erindisbréf lénsmanna. Síðar, þegar hin lúterska kirkju -
skipan var orðin föst í sessi, urðu önnur verkefni fyrirferðarmeiri í störfum
lénsmannanna þótt þau hafi einnig verið á dagskrá áður. Eitt af þessum
verkefnum var að auka tekjur konungs af léninu en það kemur nokkuð á
óvart hversu rýrar þær í raun voru enda fór um helmingur teknanna í að
halda lénunum gangandi. Eitt af því fyrsta sem konungur gerði kröfu um
var að lénsmenn héldu jarðabækur yfir jarðir konungs á Íslandi. Hann gerði
einnig sömu kröfur til biskupanna, sem orðnir voru starfsmenn hans, því
hann var æðsti yfirmaður kirkjunnar og bar að fylgjast með eignum hennar.
Svo virðist sem ýmsir úr hópi kirkjunnar manna hafi ekki áttað sig á þessu,
heldur þumbast við þegar lénsmenn kröfðust gagna og sagt þá og fógeta
þeirra ekkert leyfi hafa til að hnýsast í málefni kirkjunnar. Síðustu ár þess
tímabils sem hér er til umfjöllunar, í tíð Hinriks Bjelke, voru svo ef til vill
stigin fyrstu skrefin í áttina að einveldisfyrirkomulaginu.
Uppbygging ríkisvaldsins og stofnana þess var snar þáttur í valdabar -
áttu aðals og konungs og styrkti stöðu konungsvaldsins smám saman gagn-
vart aðlinum. Flestir lénsmennirnir á Íslandi voru aðalsmenn og því gerðu
konungur og rentukammerið, sem sá um fjármálin, ríka kröfu til þess að
þeir skiluðu skilmerkilega af sér reikningum lénsins. Þeir voru síðan endur -
ritdómar232