Saga - 2022, Page 237
Anna Dröfn Ágústsdóttir og Guðni Valberg, LAUGAVEGUR. Angúst -
úra. Reykjavík 2021. 319 bls. Myndaskrá, heimildaskrá.
Bókin Laugavegur fjallar, líkt og nafnið gefur til kynna, um þróun og skipu -
lag verslunargötunnar Laugavegs í Reykjavík yfir rúmlega 100 ára tímabil.
Ferðalagið hefst neðst í Bankastræti í lok nítjándu aldar þegar gatan var lögð
og endar við Hlemm í lok tuttugustu aldar. Rýnt er í byggingarstíla ólíkra
tíma, breytingar og skipulag byggðar. Einnig er fjallað um sögu húseigenda,
verslunar, menningar og tíðaranda sem setti svip á ólík tímabil í uppbygg-
ingu og þróun götunnar. Umfjöllunin er því yfirgripsmikil bæði út frá skipu -
lags-, byggingarlista- og sagnfræðilegu sjónarhorni. Upphafleg spurning
höfunda var: af hverju er Laugavegurinn eins og hann er? Þeirri spurningu
gera þau góð og ítarleg skil.
Að vissu leyti minnir bókin Laugavegur á ítarlega húsakönnun. Húsa -
könnun er byggingarlista- og menningarsöguleg könnun sem felst í skrán-
ingu húsa og mannvirkja. Könnunin er studd sagnfræðilegum heimildum
en byggir jafnframt á varðveislumati einstaka húsa. Þrátt fyrir að bókin fjalli
ekki um húsin út frá varðveislugildi þeirra er umfjöllunin engu að síður
greinandi og gefur skýra mynd af íslenskum byggingararfi og menningar-
sögulegri þróun á ákveðnu tímabili. Það kemur því ekki á óvart að höfundar
styðjast við sams konar heimildir og safnað er saman við gerð húsakannana
en slík vinna byggir að stórum hluta á gömlum ljósmyndum, skipulagsupp-
dráttum, eldri húsakönnunum, blaðagreinum og teikningum af byggingum.
Úrvinnsla heimilda er skýr og gefur lesandanum greinargóða hugmynd
um hvernig höfundar rekja leið sína í gegnum efnið. Heimildirnar, sem eru
fjölbreyttar, gefa innsýn í ólík tímabil þar sem hægt er að rekja breytingar,
notkun og þróun húsanna við Laugaveg, skref fyrir skref. Ljóst er að þegar
umfjöllunarefnið er jafn yfirgripsmikið og raun ber vitni er oft úr miklum
heimildum að velja. Höfundum tekst engu að síður að vinna vel úr þeim
gögnum sem þau styðjast við. Umfram allt er meðferð á heimildum skýr og
fagleg og skrifum annarra og myndefni sýnd tilhlýðileg virðing.
Saga Laugavegs er ekki sögð í línulegri tímaröð heldur hefst bókin á
þematískum köflum sem enda með byggingarlistasögulegri umfjöllun. Í
þeirri umfjöllun má finna 20 teikningar af byggingum í ólíkum stíl ásamt
skýringartexta. Hann veitir lesandanum ákveðna „lykla“ sem hjálpa við
lestur á sögu húsanna sem mörg voru byggð í áföngum yfir langan tíma.
Með þessum hætti gefst lesandanum tækifæri til að fá dýpri og betri innsýn
í sögu Laugavegs og íslenska byggingarlistasögu.
Í kjölfarið hefst umfjöllun um stök hús sem standa við Laugaveg, frá
vestri til austurs. Fjallað er um húsin út frá fremur sagnfræðilegri nálgun.
Gamlar teikningar og hugmyndir að breytingum (sem ýmist voru fram-
kvæmdar eða ekki) eru jafnframt sýndar. Umfjöllunin er forvitnileg og gefur
ritdómar 235