Saga - 2022, Side 241
Hinir landnámsbæirnir sem lýst sé hafi allt verið jarðir sem á þessum tíma
hafi verið stærri en meðaljarðir og haft meiri eða fjölþættari bjargir en flestar
aðrar jarðir. Í Íslendingasögum sé talað um ákveðnar jarðir eftir landnám
sem hinar mikilvægustu og þær jarðir, til að mynda Staðarhóll, Staðarfell,
Hjarðarholt, Helgafell og Sælingsdalstunga, hafi komið fram um miðja
tólftu öld sem mikilvæg höfuðból.
Á síðasta skeiðinu sem Callow fjallar um, fyrri hluta þrettándu aldar,
hafi Sauðafell orðið mikilvægt og keppt við Hvamm í Dölum um stöðuna
sem það höfuðból í Dölum sem var valdamest. Hvammur hafi að lokum
misst stöðu sína sem aðsetur höfðingja en Staðarhóll aftur orðið mikilvægt
höfuðból og aðsetur höfðingja. Þetta megi sjá í Sturlungu. Hvammur hafi
fallið niður í raðir stórjarða sem voru virk aðsetur stjórnmálaforingja en
aðeins heima í héraði. Auk Hvamms voru Skarð, Staðarfell, Hjarðarholt,
Kvennabrekka, Snóksdalur, Helgafell og Bjarnarhöfn í þessum hópi. Myndin
er óljósari fyrir Eyjafjörð en Callow talar um mögulega tilfærslu valda -
miðstöðva frá Þverá, Kristnesi og Espihóli til Möðruvalla í Eyjafirði og síðan
Grundar.
Höfundur gerir áhugaverða athugasemd um muninn á dýrleika jarða í
Dölum og Eyjafirði, með hlutfallslega færri jarðir í þeim flokki jarða sem
metnar voru á 60 hundruð eða meira í Dölum. Raunar gildir þetta um allt
Vesturland. Hlutfallslega færri jarðir eru þar 60 hundruð og stærri, og
raunar líka 30 hundruð og stærri, en á Norðurlandi, Árnessýslu og Rangár -
vallasýslu. Munurinn er talsverður og áberandi.
Niðurstöður höfundar varðandi tengsl goða og þingmanna eru líka
áhugaverðar. Vald goða eða höfðingja hafi verið takmarkað, þeir hafi alls
ekki ráðið fyrir eða stýrt öllu í viðkomandi héraði, jafnvel ekki næst sér.
Tengsl þingmanna og forsvarsmanna þeirra í réttarkerfinu, goðanna, hafi
fyrst og fremst verið persónuleg og ekki stofnanabundin, að minnsta kosti
ekki í Dölum á tólftu og þrettándu öld. Stærri bændur gátu grætt á því að
vera undir vernd goða fjarri svæðinu þegar ágengir goðar eins og Hvamm-
Sturla og Einar Þorgilsson voru í grennd en smábændur urðu að una því að
hlýða þeim. Í Eyjafirði virðast stórbændur hafa haft eigið valdakerfi um
1250, ekki síður en höfðingjar. Smábændur hafi þurft að hlýða þeim ekki
síður en höfðingjum og stórbændurnir verið raunverulegir stjórnendur í
sveitum, byggðum og hverfum um allt Ísland. Goðar hafi hins vegar ekki
verið sérlega valdamiklir í raun, bæði vegna fátæktar og líka vegna þess að
þeir buðu ekki upp á annað (mjólk, mjólkurafurðir, kjöt, fisk) en allir bænd -
ur framleiddu.
Callow snýr líka við orsakasamhengi varðandi valdasameiningu. Hann
telur að samþjöppun goðavalds á fáar hendur hafi fyrst og fremst verið
staðfesting á valdi ákveðinna ætta fremur en orsök þess að þær efldust.
Hann bendir á að giftingar í höfðingjastétt sýni að hún var fámenn og giftist
mjög innbyrðis. Hins vegar nýtir hann sér hvorki rannsóknir Agnesar Arn -
ritdómar 239