Saga - 2022, Blaðsíða 244
þúsund ár, sem var upphaflegt markmið, náðist einungis að rannsaka minjar
frá nútíma aftur til 1650. Þetta vandamál kemur oft upp við fornleifarann-
sóknir, þar sem nær ógerningur er að spá fyrir um umfang minja fyrr en
eftir að rannsókn er hafin. Góð lýsing er á þeim aðferðum sem beitt var við
rannsóknina sem leggur undirstöður undir það sem á eftir kemur í köflum
3 og 4.
Kafli 3 er lengstur og þar er fjallað af nákvæmni um öll hús og mann -
virki sem grafin voru upp. Kaflinn er tæknilegur og fjallað um hvert mann-
virki í smáatriðum, þ.e. mannvistarlög sem tilheyrðu þeim, byggingarskeið,
o.fl., svo og samhengi þeirra við ritaðar heimildir eftir því sem hægt er.
Kaflinn höfðar kannski fyrst og fremst til fornleifafræðinga en þetta er þó
einn mikilvægasti kafli bókarinnar, því hér eru öll uppgraftrargögn lögð
fram. Mannvirkjunum er lýst af svo mikilli nákvæmni að almennur lesandi
fær góða yfirsýn yfir hvernig staðið var að uppgreftri mannvirkja og mann-
vistarleifa en sérfræðingur ætti að geta túlkað mannvistarleifarnar án frekari
upplýsinga. Lýsingu á hverju mannvirki fylgir nákvæmur uppdráttur svo
og staðsetning þess innan uppgraftrarsvæðisins, sem styrkir textann og
gerir lesandanum auðvelt að skilja samhengi mannvirkjanna í tíma og rúmi.
Í kafla 4 eru dregnar saman niðurstöður þess sem lýst er í kafla 3. Hér er
yfirlit yfir þróun húsagerðar í Skálholti yfir tímabilið og er staðnum lýst
nokkuð nákvæmlega eins og hann var á mismunandi tímum. Reynt er að
flétta inn í frásögnina sögulegum upplýsingum, kortum, málverkum, o.fl.
og tekst höfundum ágætlega að lífga rústirnar við, þannig að lesandinn geti
gert sér í hugarlund útlit einstakra mannvirkja og alls svæðisins. Sérstaklega
er undirkaflinn „The Spatial Anatomy of Skálholt“ áhugaverður en þar er
meðal annars reynt að endurgera þann hluta mannvirkjanna sem ekki hefur
varðveist. Allar þær hugmyndir sem þar koma fram eru þó byggðar á forn-
leifagögnunum og hefur höfundum tekist vel að mála trúverðuga mynd af
byggðarþróun Skálholts á sautjándu og átjándu öld.
Bókin er prýdd fjölda ljósmynda sem allar eiga það sameiginlegt að
auðga textann og hjálpa lesandanum að staðsetja sig innan uppgraftrar -
svæðisins. Ljósmyndir og uppdrættir vinna svo vel saman að lesandinn fær
það á tilfinninguna að hann standi við uppgröftinn og verið sé að lýsa til-
teknu mannvirki á meðan lesandi horfir á. Svipaða sögu er að segja um
gamlar ljósmyndir og málverk en þau vinna einstaklega vel með ljósmynd-
um af uppgröfnum mannvirkjum og gefa textanum mun meiri dýpt. Sér -
staklega verður að taka fram að allir uppdrættir í bókinni eru mjög faglega
unnir, einfaldir en skýrir og vinna vel með textanum í bókinni.
Bókin Skálholt: Excavation of a Bishop’s Residence and School, c. 1650–1790
er í alla staði faglega unnin og sýnir í raun á hvaða hátt eigi að ljúka forn-
leifarannsókn og koma uppgraftrargögnum á framfæri þannig að þau verði
aðgengileg í framtíðinni. Að mati þess er þetta ritar er þó ógerningur að
leggja endanlegan dóm á verkið fyrr en öll þrjú bindin hafa verið gefin út
ritdómar242