Saga - 2022, Blaðsíða 245
en í þeim bindum sem munu fylgja á eftir verður fjallað um efnismenningu
Skálholts, svo og plöntu- og dýraleifar.
Ragnar Edvardsson
STURLUNGA SAGA EÐA ÍSLENDINGA SAGAN MIKLA. Guðrún
Ása Grímsdóttir gaf út. Íslenzk fornrit XX–XXII. Þrjú bindi. Hið
íslenzka fornritafélag. Reykjavík 2021. cc+302, 562, 566 bls. Ættskrár,
landakort, myndir, nafnaskrá.
Við mat á nýrri útgáfu Fornritafélagsins á Sturlungu liggur beinast við að
meta í sitthvoru lagi útgáfutextann og bóklangan inngang útgefanda ásamt
skýringum.
Sturlunga saga er varðveitt í tveimur gerðum frá fjórtándu öld. Elstu
vitnis burðir þeirra eru skinnbækurnar Króksfjarðarbók (AM 122 a fol.) og
Reykjarfjarðarbók (AM 122 b fol.). Undir merkjum húmanisma og forn-
menntastefnu á sautjándu öld, einkum undir forystu biskupanna Þorláks
Skúlasonar á Hólum og Brynjólfs Sveinssonar í Skálholti, voru textar beggja
skinnbóka skrifaðir upp á pappír. Rétt um fjörutíu pappírshandrit eru
varðveitt af Sturlungu, þau elstu frá því laust fyrir miðja sautjándu öld.
Mikilvæg pappírshandrit hafa þó glatast og munar þar mest um uppskrift
Björns Jónssonar á Skarðsá sem hann mun hafa gert á grundvelli Reykjar -
fjarðarbókar um 1635 að beiðni Þorláks Hólabiskups.
Vatnaskil urðu í vísindalegri meðferð á handritum og textum Sturlungu
með rannsóknum og útgáfu Kristian Kålund, bókavarðar Konunglega bóka-
safnsins í Kaupmannahöfn, um aldamótin 1900. Kålund rannsakaði fyrstur
til hlítar handritageymd Sturlungu og greindi pappírshandrit hennar í
flokka eftir innbyrðis samhengi og afstöðu til forrita. Bæði Króksfjarðarbók
og Reykjar fjarðarbók eru óheilar en voru heilar eða mun heilli þegar pappírs -
uppskriftir voru gerðar eftir þeim á sautjándu öld. Ætlað er að Króks fjarðar -
bók hafi upphaflega verið nálægt 141 blaði en er nú 110 blöð og vantar bæði
upphaf og endi sögunnar. Reykjarfjarðarbók er sýnu verr á sig komin, mun
upphaflega hafa verið nálægt 180 blöðum en er nú rétt 30 blöð, mörg illa farin.
Texti úr Sturlungu stendur á 24 blaðanna, þar af eru einungis tólf blöð heil
að kalla. Önnur blöð er sundurskorin eða skert á einhvern hátt, textinn víða
máður og bókfellið velkt. Ásamt sögutextanum eru leifar af jarteinum Guð -
mundar góða og Rannveigarleiðslu í Reykjarfjarðarbók sem óvíst er hvernig
eða hvort hafi fallið að sagnatextanum í handritinu.
Kålund sýndi fram á að öll pappírshandrit Sturlungu æxluðust af þess-
um tveimur skinnbókum. Hann sýndi ennfremur fram á að ekkert þeirra
varðveitir beina uppskrift eða hreinan texta annarrar skinnbókarinnar
heldur blandast textar beggja með ýmsum hætti, en mismikið þó. Hann
ritdómar 243