Saga - 2022, Page 248
Sem fyrr segir er útgáfa Kålunds grundvallarútgáfa Sturlungu og besta
fræðilega útgáfa hennar. Hún er hins vegar ekki lesvæn öðrum en fræði -
mönnum, textinn stafréttur eftir handritum og án skýringa utan handrita -
fræði og textafræði. yngri útgáfur Sturlungu, sem taldar eru að ofan, eru því
nauðsynlegar þeim sem þurfa á almennum skýringum að halda með fram
sögutexta. Mjög ágætar skýringar fylgja 1946-útgáfunni auk þess sem
útgáfu Svarts á hvítu, sem Guðrún Ása átti aðild að, fylgja efnismiklar og
vandaðar Skýringar og fræði í sérstöku bindi. Í Íslenzkum fornritum mætast
fræðilegur, samræmdur texti og almennar skýringar neðanmáls í útgáfu
sem ætluð er jafnt fræðimönnum sem almennum lesendum. Samræming
stafsetningar í þessari útgáfu tekur mið af málstigi fjórtándu aldar, þegar
handrit samsteypunnar voru skrifuð, en ekki þrettándu aldar þegar megin-
stofn safnritsins mun hafa mótast í sérstökum sögum. Sá er ennfremur
megin munur á fyrirliggjandi útgáfu og 1946-útgáfunni að í hinni fyrri er
Sturl unga saga prentuð sem samsteypa, eins og hún er varðveitt í handrit-
um, en í hinni síðari er textanum endurraðað í upprunalegar sögur eftir lík-
um. Áherslan á Sturlunga sögu sem heilsteyptan fjórtándu aldar texta er í
samræmi við grunnsetningar þeirrar textafræði sem ráðandi hefur verið frá
því á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Samtímis hefur dregið mjög úr
fyrri áherslu á uppbrot textans í upprunalegar sögur sem hægt sé ― og ætti,
að mati ‚íslenska skólans‘ sem Jón Jóhannesson tilheyrði eða var undir
sterkum áhrifum af ― að meta fyrst og fremst sem þrettándu aldar frum-
texta.
Við fyrsta lestur sé ég ekki annað en að Guðrúnu Ásu hafi tekist mjög
vel upp við frágang textans og samningu skýringa eftir þeim viðmiðum og
markmiðum sem að ofan er lýst og einkenna ritröðina. Raunverulegur próf-
steinn á gæði útgáfunnar verður þó reynsla fræðimanna af notkun hennar
á komandi árum. Frágangur er til fyrirmyndar og fjöldi mynda prýðir útgáf-
una ásamt ættartöflum og nafnaskrá.
Eitt höfuðeinkenni Íslenzkra fornrita er bóklangur inngangur að hverri
útgáfu. Rétt um níutíu ár eru síðan ritröðin hóf göngu sína og hafa efnistök
og áherslur inngangs breyst í takt við strauma og stefnur í fræðunum.
Ritröðinni var hrundið af stað af forvígismönnum ‚íslenska skólans‘, undir
forystu Sigurðar Nordal, og báru inngangskaflar því lengi sterkt svipmót
skólans. Sögur voru almennt greindar sem bókmenntaverk einstakra höf-
unda, listaverk skapandi einstaklinga á þrettándu öld og fram á þá fjórt -
ándu. Mikil áhersla var því lögð á að bera kennsl á höfundinn enda það
talin lykilforsenda fyrir greiningu textans sem bókmenntaverks. Að sama
skapi var lögð rík áhersla á að greina upprunalegan texta höfundarins, eftir
því sem unnt var, handan yngri breytinga í afritum sem höfðu spillt honum
eða fært úr réttu lagi. Í þessu augnamiði urðu textatengsl eða rittengsl að
höfuðatriði. Rannsókn á þeim var bæði ætlað að fletta ofan af uppruna -
legum texta og greina efnivið höfundar hafi hann nýtt sér ritaðar heimildir
ritdómar246