Saga - 2022, Blaðsíða 250
Helstu nýmæli í rækilegri rannsókn Guðrúnar Ásu á tilurð samsteyp-
unnar og líklegum höfundi/safnanda/ritstjóra hennar eru þau að hún telur
að Sturla sagnaritari sé raunverulegur höfundur/safnandi/ritstjóri Sturl -
ungu („hafi lagt grunninn að kjarna Sturlungusafnritsins eins og það er
varðveitt“, cxliii). Hann sé raunar líklegur höfundur að meira efni í henni
en áður hefur verið talið. Sem kunnugt er hefur það verið hald fræðimanna
allt frá nítjándu öld að samsteypan Sturlunga saga hafi orðið til eftir daga
Sturlu Þórðarsonar (hann lést í Fagurey 1284), líklega á öndverðri fjórtándu
öld. Hefur nafni Þórðar Narfasonar á Skarði verið haldið hæst á lofti í þessu
samhengi en aðrir þó verið tilnefndir einnig sem höfundur/safnandi/rit-
stjóri. Flestir fræðimenn hafa slegið varnagla í tilgátum sínum, aðrir hafa
talið tilgangslítið að veðja á einn fremur en annan. Þeir sem tilnefndir hafa
verið eiga það sameiginlegt að standa nærri Sturlu sagnaritara og Sturl -
ungum, náskyldir þeim eða venslaðir, með augljós tengsl við söguefni og
sögustaði. Þeir voru valdsmenn sem áttu erindi við sögu og sagnaarf ný -
liðinna áratuga og aldar, bundnir konungi og nógu fjársterkir til þess að
standa straum af sagnaritun og bókagerð. Habitus þeirra bauð þeim að
standa ekki aðgerðalausir á því sviði, heldur þvert á móti.
Vert væri að rekja og ræða röksemdir Guðrúnar Ásu ítarlega en ekki er
kostur á því í stuttum ritdómi. Meðal þess sem ræða mætti er:
(1) Guðrún Ása leggur mikla áherslu á samfellu í efni og stíl sögunnar,
hún beri skýr höfundareinkenni og sé ekki barin saman. Íslendinga
saga Sturlu, hryggjarstykki Sturlungu, falli vel að öðru efni og það
að henni. Þetta renni stoðum undir þá hugmynd að Sturla sé upp-
haflegur höfundur/safnandi/ritstjóri Sturlungu. En eru þessar rök-
semdir ekki jafnvægar fyrir hvern þann sem við teljum líklegan höf-
und/safnanda/ritstjóra?
(2) Í þessu sambandi ber að muna að Íslendinga saga Sturlu er ekki
varðveitt í upphaflegri gerð né heldur nokkur önnur saga Sturlungu
fyrir utan Hrafns sögu, sem er varðveitt sérstök í tveimur gerðum,
og brot úr Þorgils sögu skarða (tekin upp í Sturlungu í Reykjar -
fjarðar bók eða glötuðu forriti hennar). Sé úrvinnsla höfundar/safn-
anda/ritstjóra á þessum sögum vísbending um úrvinnslu hans á
öðrum sögum sem hann nýtti við samningu Sturlungu þá eru allar
líkur á því að varðveittur texti Íslendinga sögu sé allfrábrugðinn upp-
haflegri gerð. Hvort Sturla samdi Íslendinga sögu upphaflega sem
hluta af Sturlungu, eða samdi hana sérstaka fyrst en felldi hana svo
sjálfur inn í Sturlungu í breyttri mynd, eða samdi hana sérstaka en
annar maður, höfundur/safnandi/ritstjóri Sturlungu, tók hana upp
og endur vann eftir þörfum eigin verks verður ekki vitað. Engin hald -
bær rök eru fyrir því að tveir fyrstu kostirnir séu líklegri en sá þriðji.
(3) Guðrúnu Ásu er tíðrætt um að Sturla sé nafnkunnur sagnameistari
öfugt við Þórð Narfason og aðra kandídata frá því um og upp úr
ritdómar248