Saga - 2022, Side 255
Erla Dóris Halldórsdóttir, MISLINGAR. Nýhöfn. Reykjavík 2021. 328
bls. Myndir, kort, töflur, heimilda-, mynda-, tilvísana- og nafnaskrá.
Á árinu 2021 kom út bókin Mislingar eftir Erlu Dóris Halldórsdóttur, hjúkr-
unarfræðing og sagnfræðing. Bókin fjallar um sögu þessa mannskæða sjúk-
dóms hér á landi, þar sem stuðst er við yfirferð umfangsmikilla ritaðra
heimilda. Fáir Íslendingar gera sér grein fyrir hversu mikill skaðvaldur misl-
ingar voru hér á landi fyrir tíma bólusetninganna. Útgáfa þessarar bókar er
því tímabær og eftir því sem ég kemst næst er Ísland þar með eina landið á
Norðurlöndunum þar sem saga mislinga hefur komið út á bók.
Líta má á ýmsar farsóttir, ekki síst mislingafaraldra nítjándu aldar hér á
landi, sem „náttúrulega tilraun“ á áhrifum veikinnar í óvörðu þýði (þ.e.
þýði með nær algeran skort á ónæmi). Vegna strjálbýlis, fámennis og ein-
angrunar Íslands náðu margir smitsjúkdómar ekki að verða landlægir og
dreifast jafnt og þétt meðal íbúa. Allt fram á tuttugustu öld komu þannig
mislöng tímabil án alvarlegra smitsjúkdóma sem lauk með holskeflum
mannskæðra farsótta. Þetta gildir ekki síst um mislinga. Afar rík ástæða er
því til að skoða sérstaklega umfang og afleiðingar þessa sjúkdóms á Íslandi.
Í upphafi bókarinnar er birt átjándu aldar lýsing Sæmundar Hólm
(1749–1821) á eigin veikindum (sem allt bendir til að hafi verið alvarleg
streptókokkasýking með liðbólgum í kjölfarið), meðan hann dvaldi við nám
í Kaupmannahöfn. Þessi skrif og persónulegu hugleiðingar um mikilvægi
góðrar heilsu eru tímalaus og því ágætur upptaktur að því sem á eftir
kemur, en þá er fjallað almennt um sögu mislinga í stórum dráttum, faralds -
fræði, einkenni og greiningu.
Að lokinni þessari almennu yfirferð er sjónum beint að Íslandi og hin
eiginlega rannsókn hefst, en hún spannar sögu sjúkdómsins allt frá því er
fyrstu ritaðar heimildir geta um mislinga. Eðli máls samkvæmt er mikið
svigrúm fyrir túlkanir í fyrri hluta bókarinnar, en það svigrúm þrengist eftir
því sem við færumst nær nútímanum og skriflegum heimildum fjölgar. Einn
af styrkleikum verksins er áhugaverð umfjöllun höfundar um fyrstu varnir
gegn smitsjúkdómum hér á landi, sem eru frá árinu 1787 og héldust óbreytt-
ar til ársins 1838. Einnig er farið yfir heilbrigðisvottorð þeirra skipa sem
sigldu til Íslands frá því að slíkar reglur tóku gildi. Þessari umfjöllun er
síðan fléttað við frásögn af Jóni Sveinssyni (1752–1803) landlækni, sem reið
vestur til Borgarfjarðar síðsumars árið 1791 til að rannsaka þrálátan orðróm
um mislingasmit, meðal annars að áeggjan stiftamtmanns, Ólafs Stephen -
sen. Landlæknir komst að þeirri niðurstöðu að þarna hefðu ekki verið misl-
ingar á ferðinni. Orðrómurinn var þó ekki úr lausu lofti gripinn, þar sem
mislingafaraldur hafði geisað í Kaupmannahöfn vorið 1791. Sveinn Pálsson,
náttúrufræðingur og síðar landlæknir, var á öðru máli en Jón, en hann hafði
sjálfur fengið mislinga í Kaupmannahöfn vorið 1791. Þessi hluti bókarinnar
ritdómar 253