Saga - 2022, Blaðsíða 257
Færeyjum árið 1846, sá fyrsti frá árinu 1781. Í þessum faraldri létust 170 af
6100 eyjaskeggjum sem sýktust (2.8%), en á þessum tíma voru Færeyingar
aðeins 7864. Danski læknirinn Peter Ludwig Panum starfaði þá í Færeyjum
og rannsakaði og skrifaði um þennan faraldur af slíkri skarpskyggni og
innsæi að hans er minnst fyrir æ síðan; Danir hafa meira að segja nefnt sér-
stakar stofnanir í höfuðið á honum. Áhugavert hefði verið að tengja um -
fjöllunina um mislingafaraldurinn á Íslandi 1846 við þennan faraldur meðal
granna okkar. Voru einhver tengsl þar á milli? Ljóst er að reynsla Íslendinga
af þessum faraldri, sem var afar þungbær, gaf bæði tilefni og forsendur til
að draga mikilvæga lærdóma en það tækifæri virðist ekki hafa verið
fyllilega nýtt. Í þessum köflum bókarinnar er leitað fanga mjög víða, meðal
annars í minnisbækur og heilbrigðisskýrslur héraðslækna sem eru hafsjór
af fróðleik. Það sama má segja um faraldurinn 1882 sem var afar mann -
skæður. Þar er áhugavert að bera saman lýsingar héraðslæknanna og mis-
munandi sýn þeirra á vandamálið, orsakir þess og hvað hefði mátt gera
betur. Sumt í þessum skrifum eru sígildar spurningar sem ávallt vakna
þegar ógn af völdum farsótta steðjar að og því alls ekki framandi þeim
lesendum á tuttugustu og fyrstu öld sem nýlega hafa gengið í gegnum
heimsfaraldur; sígild þemu eins og: Hvers vegna gerðist þetta? Hver ber
ábyrgð ina? Hvað hefði mátt gera betur? Það sem er ósagt í heilbrigðis -
skýrslunum vekur einnig athygli, jafnvel persónulegur missir skrifarans
sjálfs, harmurinn sem ekki ratar inn í skýrslurnar. Með ítarlegri skoðun
heimilda tekst Erlu Dóris að finna slík dæmi. Eftir því sem við færumst inn
á fyrstu ár tuttugustu aldar er einnig áhugaverð umfjöllun um sóttvarna -
brot og tvo dóma sem féllu vegna þeirra eftir að mislingar bárust til Reykja -
víkur árið 1905.
Í seinni hluta bókarinnar beinist frásögnin að tuttugustu öldinni. Er við
færumst nær nútímanum er ógnin enn sýnileg, áfram halda börn að veikjast
og deyja. Lýst er tilkomu mótefnagjafar (í formi blóðvatns) á áhugaverðan
hátt, þar sem frumkvæði einstakra lækna og jafnvel þeirra eigin framleiðsla
á blóðvökva í sveitum landsins leiddi til þess að skjólstæðingar þeirra sem
útsettir voru fyrir smiti fengu að líkindum tímabundna vörn. Á sama hátt
er fyrstu bólusetningunum vel lýst, sem og þætti merkra frumherja á því
sviði hér á landi og erlendis. Þessir kaflar eru ítarlegir og vel unnir og kallast
á við nútímann og viðbrögð okkar við heimsfaraldri covid-19.
Með yfirferð sinni hefur höfundi tekist að setja saman nokkuð heild -
stæða frásögn sem er afar ítarleg og á tíðum bæði fróðleg og átakanleg og
jafnvel persónuleg. Bókin er mikið eljuverk og er skrifuð af tilfinningu sagn -
fræðings sem tengir vel við mannleg örlög, kannski í bland vegna starfa og
reynslu sinnar af hjúkrun. Erla Dóris hefur þannig ríka samúð með söguper-
sónum sínum, fólki í harðri lífsbaráttu á hjara veraldar, og getur ekki stillt
sig um að tjá eigin skoðanir á einstökum ákvörðunum þegar henni finnst
vitleysan ríða um þverbak, til dæmis þegar reglur um sóttvarnir voru af -
ritdómar 255