Saga - 2022, Side 259
Múlasýslu“ (117). En það er hvort tveggja rétt og sýnir ólík stig í ráðagerð -
um stiftamtmanns. Þegar hann fékk slæmar fréttir af ástandinu á Suðaustur -
landi fór hann að binda vonir við Mið-Austurland — af því að hann vissi
ekki ennþá að þaðan var sömu sögu að segja.
Atburðarakning Jóns Kristins leiðir líka í ljós að séra Jón var engan veg-
inn einn á báti í þessu máli, heldur tóku bæði sýslumaður og klaustur -
haldari þátt í óheimilli ráðstöfun peninganna. Af því leiðir meginniðurstaða
rannsóknarinnar: að peningasendingarmálið spegli árekstur milli hefðbund-
innar hentugleikastjórnsýslu Íslendinga og nýrrar kröfu danskra yfirvalda
um agaða og ábyrga stjórnsýslu. Sú ályktun er bæði vel rökstudd og mikil-
væg.
Þessa þröngu og nákvæmu rannsókn tekst Jóni Kristni, í merkilega
stuttu máli, að setja í samhengi við almennari atriði: æviferil Jóns Stein gríms -
sonar; atburðarás Móðuharðindanna; tilraunir til neyðarhjálpar; viðbrögð
við fyrri áföllum aldarinnar, harðindum og fjárkláða; og ekki síst þróun
„kameralismans“, hinnar nýju stefnu um hagstjórn og stjórnsýslu. Reynist
hann hafa glögga yfirsýn yfir heimildir og rannsóknir, innlendar sem er -
lendar.
Þessi bók er kannski í þykkara lagi af „smáriti“ að vera, enda geymir
hún í rauninni tvö ritverk, nokkurn veginn jafnlöng. Annað er hin ágæta
BA-ritgerð Jóns Kristins Einarssonar, en þótt hann sé á titilblaði tilgreindur
sem höfundur bókarinnar, og Már Jónsson sem ritstjóri, þá er „Viðauki um
Skaftárelda“ (121–238) allt annars konar, ekki verk Jóns Kristins og Már þar
ekki ritstjóri heldur útgefandi.
Viðaukinn er útgáfa tíu heimildatexta, gerð eftir handritum þótt flestir
hafi þeir verið prentaðir áður. Aðallega eru valdar til útgáfu lýsingar á
Skaftáreldunum sjálfum og afleiðingum þeirra (nr. 1–4, 6, 10), flestar ritaðar
af séra Jóni, þar á meðal hið kunna „Eldrit“ hans sem fyllir meirihluta við -
aukans. Þar við bætist efni sem beinlínis varðar hina umdeildu peninga -
send ingu: tvö bréf frá Jóni, annað áður óprentað, og partar af tveimur óút-
gefnum bréfum Thodals stiftamtmanns.
Ekki kemur fram hvað ræður vali þessara heimilda. Ef viðaukinn væri
hugsaður út frá ritgerð Jóns Kristins hefði mátt birta meira af áður óprent -
uðum heimildum, til dæmis bréfum eldklerksins, stiftamtmanns og Skál -
holtsbiskupa sem eru meðal lykilheimilda ritgerðarinnar. Eða heimildir fyrst
og fremst um peningasendinguna og málið sem af henni spratt; þá hefði til
dæmis verið ástæða til að birta eina þrjá kafla úr sjálfsævisögu Jóns en varla
nema einn úr Eldritinu (227–229 í viðaukanum). En hér er óþarfi að fjölyrða
um það sem ekki var gert og meiri ástæða til að fagna útgáfu Más sem er
aðgengileg, vönduð og efnið athyglisvert þó það sé ekki endilega lesið í
samhengi við ritgerð Jóns Kristins. Már er vandvirkur og þaulvanur heim-
ildaútgefandi og hefur tamið sér ákveðið handbragð. Smámuni má alltaf
gera að álitum, svo sem af hverju nútímareglum er fylgt miklu fastar um
ritdómar 257