Saga - 2022, Page 260
stafsetningu en um greinarmerki, en aðferð Más er einkar heppileg til að
sýna lesanda heimildina nokkurn veginn orðrétt án þess að ritháttur skyggi
á inntakið.
Hér eru sem sagt tvö rit í einni kápu, ágætlega heppnuð hvort á sinn
hátt og bæði einkar fróðleg, ritgerðin um peningasendingarmál eldklerks -
ins, viðaukinn um Skaftárelda og Móðuharðindi. Ýmislegt flýtur svo með
sem líka er fróðlegt út af fyrir sig. Um það skulu nefnd tvö dæmi, hvort úr
sínum hluta.
Þar sem Jón Kristinn segir frá seðlunum úr sjóði tugthússins minnir
hann á (76–81) að frá 1778 höfðu Danir gefið út sérstaka kúrant-seðla fyrir
Ísland, með íslenskum texta á bakhlið en þó gjaldgenga um allt ríkið. Er það
athyglisverður áfangi í peningasögu Íslands.
Í viðaukanum má benda á eitt af bréfum séra Jóns þar sem fram kemur
(164) að hann hafði sem prófastur milligöngu um að piltur austur í Horna -
firði þreytti sem heimapróf „examen theologicum“ á vegum Skálholts -
biskups. Þar sem próftakinn var þegar útskrifaður frá prestaskólanum í
Skálholti (hafði raunar lært undir skóla hjá Jóni Steingrímssyni sjálfum) er
þetta ekki aðeins gamalt dæmi um „dreifnám“ heldur um framhaldsnám í
guðfræði sem ég vissi ekki til að hefði verið í boði á Íslandi.
Bókarhlutunum fylgja sameiginlegar skrár, heimildaskrá og nafnaskrá.
Þá síðari er ekki reynt að gera alveg tæmandi, enda er í viðaukanum grúi af
nöfnum sem bregður fyrir án þess að varða samhengi frásagnarinnar.
Þannig er til dæmis guðfræðineminn hornfirski skráður, enda líka nefndur
í ritgerð Jóns Kristins, en ekki sá „séra Bergur … emeritus“ sem sat yfir í
prófinu. Að það hafi vafalaust verið Bergur Guðmundsson í Bjarnanesi er
fróðleikur sem ég get fallist á að ekki hafi verið nauðsynlegt að grafa upp
fyrir nafnaskrána.
Útlit bókarinnar og umbrot er allt hið snyrtilegasta. Augljósar prent -
villur sá ég ekki, örfáa hnökra sem hefði mátt leiðrétta, en ekki áberandi né
bagalega. Sem dæmi má nefna tvo þá fyrstu: að ritraðarheitið er aðeins á
bókarkápu en ætti að sjást á titilblaði líka, og að heimildatextana tíu vantar
í efnisyfirlit.
Jón Steingrímsson og Skaftáreldar er rit sem aðstandendur mega vera
stoltir af. Það er hluti af öflugu og vel heppnuðu útgáfustarfi Sögufélags nú
síðustu árin, viðbót við margvíslega heimildaútgáfu Más Jónssonar, og eink-
ar glæsileg frumraun ungs sagnfræðings, Jóns Kristins Einarssonar. Les -
endur Sögu mega hlakka til að sjá meira frá hans hendi.
Helgi Skúli Kjartansson
ritdómar258