Bókatíðindi - 01.12.2010, Síða 3

Bókatíðindi - 01.12.2010, Síða 3
Efnisyfirlit 1 Kæru bókaunnendur Í nýlegri bók eftir ítalska fjölfræðinginn og skáldsagna­ höfundinn Umberto Eco heldur hann því fram að bókin sé ein af lykiluppfinningum mannkyns. Hún sé líkt og hjólið, hugmynd sem í raun verði aldrei betrum­ bætt, aðeins útfærð á nýja vegu. Áður en byrjað var að fjöldaframleiða bækur á 15. öld höfðu bækur verið til svo öldum skipti, skrifaðar á papýrus, pappír, skinn og leir. Bókin hefur í árþúsundir verið besta leiðin til að geyma upplýsingar og varðveita þekkingu og miðla henni áfram milli kynslóða. Eins og Eco bendir á er ekk­ ert sem segir okkur að önnur form á miðlun texta muni breyta þeirri grundvallarstaðreynd. Bókatíðindi ársins 2010 eru vegvísir um brot af þessari miklu sögu. Þau segja enn og aftur að þrátt fyrir hagl­ drífu bölmóðsins sem nú dynur á okkur alla daga heldur bókaútgáfa á Íslandi sínu striki. Það fjölgar meira að segja aftur þýddum barnabókum og útgáfa á íslenskum skáldskap hefur sjaldan staðið með jafn miklum blóma. Bókatíðindi kynna með öðrum orðum til sögunnar fleiri titla nú en voru skráðir til leiks á fyrstu árum 21. aldar og þykir án efa ýmsum merkileg staðreynd í ljósi alls og alls. Þetta segir okkur líka annað. Þegar bitist er um fjármuni ríkisins á niðurskurðartímum er vinsælt sport að hamra á að allt sem lúti að menningu og listum sé sérstakur baggi á þjóðinni og verði að lyfta af klakknum hið snar­ asta. Seint verður því þó haldið til streitu að fjárútlát hins opinbera til bókaútgáfu séu að ríða ríkisklárnum á slig. Þar sem Íslendingar eiga sér aðeins þá menningarstefnu sem ákvarðast af duttlungum stjórnvalda hverju sinni, hefur aldrei tekist að hnýta saman traustum böndum bókaútgáfu og markmið um viðhald og viðgang móður­ málsins. Framlög ríkisins til íslenskrar bókaútgáfu hafa verið ómarkviss, tilviljanakennd og pólitísk. Opinberar stofnanir bjóða nánast aldrei út útgáfuverkefni, eins og þeim ætti þó að vera skylt, og helsti stuðningurinn við útgáfu á námsefni fyrir grunnskólanemendur – Náms­ gagnasjóður – hefur verið skorinn niður við trog. Gróskan í bókaútgáfu er ekki að þakka stuðningi hins opinbera við hina óskrifuðu menningarstefnu eða mark­ mið sett fram í Íslenskri málstefnu sem Alþingi sam­ þykkti 2009. Hún er að þakka íslenska bókamarkað­ inum sem drifinn er áfram af ástríðu og áhuga íslenskra lesenda. Bókatíðindi 2010 eru eins og Bókatíðindi Félags íslenskra bókaútgefenda fyrr og síðar tileinkuð íslenskum lesendum. Fjórfalt húrra fyrir þeim. Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda BÓK ATÍÐ INDI 2010 Útgef­andi: Félag íslenskra bóka út gef enda Bar óns stíg 5 101 Reykja vík Sími: 511 8020 Netf.: baek ur@simnet.is Vef ur: www.bokaut gafa.is Hönn­un­kápu: Ámundi Sigurðsson Ábm.: Benedikt Kristjánsson Upp­lag: 125.000 Umbrot,­prent­un og­bók­band: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Dreifing: Íslandspóstur hf. ISSN 1028­6748 Leið bein andi verð „Leiðb.verð“ í Bók­atíð­ind­um­2010 er áætl að útsölu verð í smá sölu með virð is auka skatti. Verð eru á ábyrgð hvers útgefanda. Íslensk­ar­barna-­og­ungl­inga­bæk­ur................. ­2 Þýddar­barna-­og­ungl­inga­bæk­ur.................. ­30 Íslensk­skáld­verk.................................................. ­60 Þýdd­skáld­verk..................................................... ­98 Ljóð......................................................................... ­126 Fræði­og­bæk­ur­almenns­efn­is....................... ­134 Saga,­ætt­fræði­og­hér­aðslýsing­ar.................. ­182 Ævi­sög­ur­og­end­ur­minn­ing­ar........................ ­190 Hand­bæk­ur......................................................... ­206 Höf­unda­skrá....................................................... ­224 Útgef­end­ur........................................................... ­232 Bók­sal­ar............................................................... ­236 Titl­askrá............................................................... ­237 Þetta­tákn­merkir­hljóðbók.­ Tímalengd­er­uppgefin­í­mínútum.­ 141 776 UMHVERFISMERKI PRENTGRIPUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.