Bókatíðindi - 01.12.2010, Page 30
28
Íslenskar barna- og unglingabækur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0
að njóta sín og tilfinningum
málleysingjanna er gefinn
gaumur.
60 bls.
Tindur
ISBN 9789979653547
Vinur, sonur, bróðir
ÞórðurHelgason
Það gengur mikið á í lífi Óla
haustið 2008 þegar hann
byrjar í 10. bekk. Þjóðfélagið
fer á hliðina, með tilheyrandi
mótmælum og látum, og
foreldrar hans fara að fjölga
mannkyninu á gamals aldri!
Svo kemur ný stelpa í bekk
inn og allt breytist. Óli þarf
að glíma við aðstæður, til
finningar og spurningar sem
hann hefur fram að þessu
sloppið við.
140 bls.
Salka
ISBN 9789935418531 Kilja
Þankaganga Myślobieg
ValaÞórsdóttirogAgnieszka
Nowak
Bráðsniðug og áhugaverð
barnabók sem gefur innsýn
í daglegt líf 10 ára stelpu af
blönduðu þjóðerni. Þanka
ganga Myślobieg er á íslensku
og pólsku. Teikningarnar eru
jafnmargar köflunum og eru
saga útaf fyrir sig.
120 bls.
Agnieszka Nowak &
Vala Þórsdóttir
ISBN 9789979708230 Kilja
Þegar teningarnir
taka völdin
SigurjónRúnarVikarsson
Þegar teningarnir taka völdin
er sjálfstætt framhald af bók
inni Virkisvörðunum sem út
kom árið 2008.
Sögupersónurnar eru þær
sömu en nú eru það frænd
systkinin Snædís og Ern
ir sem eru í aðalhlutverkun
um ásamt sínum seinheppna
afa, honum Sigga. Ævintýri
fjölskyldunnar halda áfram
í þessari bók og taka nýja
og óvænta stefnu þegar
Rödd hvíslar í eyrað á afa og
dular fullir Krossgátutening
ar koma til sögunnar. Þetta
er góð fjölskyldusaga sem
býður upp á spennu, dulúð,
húmor og hugljúfar stundir
og lætur engan ósnortinn og
skiptir aldur þar engu máli.
Myndir í bókina teiknaði
Birta Rós Sigurjónsdóttir.
194 bls.
Grágás ehf.
ISBN 9789979994213
Leiðb.verð: 3.210 kr.
Þokan
ÞorgrímurÞráinsson
Það eru liðnir þrír mánuðir frá
því að Jóel bjargaði sér hetju
lega úr klóm erlendra glæpa
manna og hann er orðinn
leiður á sífelldum spurning
um um afrek hans. Hann vill
bara vera í friði og hlakkar
til að slaka á með vinum sín
um á Snæfellsnesi. En ferð
in verður ekki eins og Jóel sá
fyrir sér. Þokan er dulræn og
spennandi unglingasaga og
sjálfstætt framhald metsölu
bókarinnar Núllnúll9.
228 bls.
FORLAGIð
Mál og menning
ISBN 9789979331995
Þór – Leyndarmál
guðanna
FriðrikErlingsson
Þór Óðinsson þeytist um
heiminn að sinna skyldum
sínum við guði og menn, í
von um viðurkenningu föð
ur síns. Gömlu guðirnir eru
hins vegar fullir öfundar yfir
vinsældum Þórs og reyna
að losa sig við hann. Af stað
fer æsispennandi atburðarás
þar sem hin illu öfl notfæra
sér veikleika Þórs og fyrr en
varir er allt líf í mannheim
um og goðheimum í upp
námi. Íslenska teiknimynda
fyrirtækið CAOZ vinnur nú
að alþjóðlegri tölvuteikni
mynd um Þór.
327 bls.
Veröld
ISBN 9789979789734
Leiðb.verð: 3.990 kr.
Ómissandi
handbók
dömunnar