Bókatíðindi - 01.12.2010, Page 36
34
Þýddar barna- og unglingabækur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0
Elskar mig – elskar mig
ekki
Þýð.: Böðvar Guðmundsson
Sögurnar í þessari bók fjalla
allar um að vera ástfang-
inn, vera elskaður og þora
að fylgja hjarta sínu. Sextán
norr ænir höfundar frá átta
málsvæðum skrifa hér um
ástina í allri sinni fjölbreytni
fyrir lesendur frá 13 ára aldri.
205 bls.
ForLagið
Mál og menning
iSBN 978-9979-3-3181-0
óbundin
Ég er ekki norn
Kim M. Kimselius
Þýð.: Elín Guðmundsdóttir
ramóna og Theó eru í skóg-
arferð og skyndilega flytjast
þau til í tíma og standa við
logandi bálköst. Ung stúlka
er bundin við staur efst á bál-
kestinum og án þess að hika
reisir ramóna stiga við bál-
köstinn, klifrar upp og leysir
hana. Fólkið sem er að fylgj-
ast með galdrabrennunni
stendur sem lamað og ra-
móna, Theó og unga stúlkan
taka til fótanna. Þá upphefst
spennandi atburðarás sem
lýsir nornaveiðum fyrri tíma.
221 bls.
Urður bókafélag
iSBN 978-9979-9931-4-8
Leiðb.verð: 3.390 kr.
Faðmaðu mig
Þýð.: Sirrý Skarphéðinsdóttir
Fjórar hrífandi myndabóka-
sögur í safnútgáfu með ein-
stökum teikningum. Frábær
bók til að lesa með börnum
aftur og aftur.
120 bls.
Steinegg ehf.
iSBN 978-9979-782-98-8
Leiðb.verð: 2.690 kr.
Fílafjölskyldan
Fimm mínútna friður
Þýð.: Hálfdan Ómar
Hálfdanarson og Sara Hlín
Hálfdanardóttir
Fílamamma þráir fimm mín-
útna frið og ró frá annasömu
heimili og börnum. En slík-
ar sælustundir eru fátíðar því
börnin hennar þrjú krefjast
athygli hennar öllum stund-
um, líka á baðherberginu.
Þessi metsölubók um fíla-
fjölskylduna er loksins komin
til landsins eftir að hafa slegið
í gegn um allan heim.
32 bls.
Unga ástin mín ehf.
iSBN 978-9979-9974-2-9
Leiðb.verð: 2.490 kr.
Fjör í bæ
Disney Pixar
Dag einn koma tveir nýir bílar
í Vatnskassavin. Þeir kynnast
Leiftri, Krók, Sollu og öllum
hinum bílunum. Frábær bók
fyrir forvitin börn, því á henni
eru hjól til að snúa, flipar til
að lyfta og myndir sem hreyf-
ast.
14 bls.
Edda útgáfa
iSBN 978-9935-411-41-9
Leiðb.verð: 2.890 kr.
Fjörugar bækur
með hljóðum
Fjörug farartæki
Fjörugur dagur
Þýð.: Hálfdan Ómar
Hálfdanarson og Sara Hlín
Hálfdanardóttir
Í bókunum Fjörugur dagur og
Fjörug farartæki njóta börnin
þess að ýta á hnappana til að
hlusta á hljóðin í farartækjun-
um og dýrunum um leið og
þau skoða fallegar teikning-
ar í þessum fræðandi og fall-
egu bókum.
12 bls.
Unga ástin mín ehf.
iSBN 978-99799-974-7-4/-8-1
Leiðb.verð: 2.690 kr. hvor bók
Fjörugur fiskur
Glenn Johnstone
Þýð.: Þórir S. Guðbergsson
Fjörugi fiskurinn Uggi átti
heima í tjörn með vini sínum
Snigli. Þeir syntu og léku sér
allan daginn.-Fiss, spliss, fiss,
sagði Uggi,- hvar get ég fund-
ið mér hús? Hinar bækurnar
í þessum flokki heita Andar-
unginn lærir að synda og Kiddi
kanína. allar bækurnar með