Bókatíðindi - 01.12.2010, Page 44
42
Þýddar barna- og unglingabækur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0
Hvað viltu litli grís?
Richard Scarry
Þýð.: Rúna Gísladóttir
Saga um tvo grísa-stráka, Villa
grís og Vil-ekki grís. Villi grís
er kurteis og jákvæður ungur
grís sem er alltaf tilbúinn að
aðstoða, en Vil-ekki grís vill
aldrei taka þátt í neinu. Hann
er óþekkur og þver. Höfund-
ur bókarinnar richard Scarry
hefur um áratuga skeið verið
einn þekkasti barnabókahöf-
undur heims.
16 bls.
Setberg
iSBN 978-9979-52-469-4
Leiðb.verð: 1.250 kr.
Hvaða hljóð er þetta,
litla mús?
Stephanie Stansbie
Myndskr.: Polona Lovsin
Þýð.: Sirrý Skarphéðinsd.
Litla mús er búin að koma
sér vel fyrir í rúminu þeg-
ar skyndilega heyrast skrýt-
in hljóð. Hún læðist á tánum
um húsið til að finna hvað-
an hljóðin koma en þetta eru
hræðileg hljóð og skuggar
alls staðar! Hvað getur þetta
verið? Ætlar draugur að taka
hana? Bók full af skemmtileg-
um hljóðum!
24 bls.
Steinegg ehf.
iSBN 978-9935-421-00-5
Leiðb.verð: 2.290 kr.
Hvar er drekinn?
Jason Hook
Myndskr.: Richard Hook
Þýð.: Davíð Þór Jónsson
Þér er boðið í drekaskoðunar-
ferð með afa, strák og hundi.
Í bókinni eru afar fallegar
upphleyptar myndir sem þú
skoðar og notar fingurna til
að finna drekana í ævintýra-
landinu.
Hvað finnur þú marga
dreka?
góða skemmtun.
24 bls.
Bókaforlagið Bifröst
iSBN 978-9979-57-649-5
Leiðb.verð: 3.490 kr.
Illi kall
Gro Dahle
Þýð.: Sigrún Árnadóttir
Myndir: Svein Nyhus
Áhrifarík bók um heimilis-
ofbeldi sem vakti gríðarlega
athygli þegar hún kom út
og hlaut fjölda verðlauna og
viður kenninga. Síðan hafa
bæði leikrit og teiknimynd
verið gerð eftir henni.
Bókin er gefin út í sam-
vinnu við Barnaverndarstofu.
40 bls.
ForLagið
Mál og menning
iSBN 978-9979-3-3153-7
Jóakim Aðalönd
– Ævi og störf
Don Rosa
Jóakim aðalönd hefur lif-
að langa og viðburðaríka
ævi sem einkennist af leit að
ríkidæmi. Hér fáum við að
kynnast æsku hans og upp-
vaxtarárum, sigrum og von-
brigðum, allt frá því hann
vann sér inn fyrstu vinnulaun
sín, happaskildinginn.
224 bls.
Edda útgáfa
iSBN 978-9935-411-96-9
Leiðb.verð: 3.990 kr.
Jólabokki á undarlegri
eyju
Pahajoki Sven
Þýð.: Áslaug Hersteinsdóttir-
Hölttä
Myndir: Rehtonen Timo
Jólabokki á undarlegri eyju
er skemmtilegt jólaævintýri
sem fjallar meðal annars um
það hvernig Ísland varð til og
hvernig jólasveinarnir þrettán
halda jólin. Höfundur bókar-
innar er Sven Pahajoki og er
hún skrýdd ljósmyndum Timo
Lindholm. Myndirnar eru
teknar í hinu snjóþunga Lapp-
landi og á eldfjallaeyjunni Ís-
landi og gera hið áhrifamikla
ævintýri lifandi. Frásögnin er
spennandi og varpar um leið
nýju ljósi á íslenska og finnska
þjóðsagnahefð.
111 bls.
Mývatnsstofa ehf.
iSBN 978-952-5170-92-4
Dóra landkönnuður
Jólastund með Dóru
Þýð.: Örn Úlfar Höskuldsson
Fyrsta bókin um hina vin-
sælu Dóru landkönnuð er
loksins komin út á íslensku.
Það er aðfangadagsköld og
Nappi er ekki á vinsældalista
jólasveinsins því hann reyndi
að nappa stjörnunni af jóla-
trénu. Dóra er að vanda boð-
in og búin að hjálpa og von-
ar að Nappi finni hinn sanna
jólaanda.
22 bls.
Sögur útgáfa
iSBN 978-9935-416-35-3
Sígildar myndasögur
Blaðasnápurinn ástsæli er snúinn
aftur. Sígildar bækur um
svaðilfarir og ævintýri Tinna,
Tobba og Kolbeins kafteins.
Copyright ©
H
ergé / M
oulinsart 2009 - A
ll rights reserved – Credits – Term
s and Conditions / Privacy
Í nýju
brotiAllir elska
Tinna!