Bókatíðindi - 01.12.2010, Page 98
96
Íslensk skáldverk B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0
Vandamenn
Egill Egilsson
Vandamenn – eru það eftirlif-
endur, fjölskylda og vinir eða
eru það menn í vanda? Þessu
veltir höfundur fyrir sér í
magnaðri sakamálasögu –
um örlög fjölskyldu í íslensku
sjávarplássi. Útgerðarkóngur-
inn finnst hengdur í fiskverk-
unarhúsi sínu. Er það sjálfs-
morð eða var hann myrtur?
175 bls.
Salka
ISBN 978-9935-418-44-9 Kilja
Þar sem hjartað slær
Birgitta Hrönn Halldórsdóttir
Þar sem hjartað slær er eld-
heit og spennandi sveita –
og ástarsaga, full af fjöri og
skemmtilegu fólki sem þú
þarft að kynnast.
149 bls.
Töfrakonur /
Magic Women ehf.
ISBN 978-9979-9990-2-7 Kilja
Þegar kóngur kom
Helgi Ingólfsson
„Þegar kóngur kom er af-
bragðs skemmtilestur og al-
gjör gersemi fyrir áhugafólk
um lifandi sögu reykjavík-
ur. Instant klassík innan síns
flokks.“
„Frumlegasti krimminn.“
– „Þegar kóngur kom er vel
samin og vel undirbyggð
sakamálasaga sem bregður
leiftrandi ljósi á reykjavík og
bæjarbúa þessa tíma.“
Blóðdropinn 2010! Viður-
kenning Hins íslenska glæpa-
félags fyrir bestu glæpasögu
ársins.
384 bls.
Ormstunga
ISBN 978-9979-63-097-5 Kilja
Önnur líf
Ævar Örn Jósepsson
Erla Líf dansaði við eld-
ana á austurvelli á kvöld-
in enda virkur þátttakandi í
Bús áhaldabyltingunni. Eitt
kvöldið er henni nauðgað
hrottalega en hún lætur ekki
bugast. Þegar hún finnst í
blóði sínu rúmlega ári síðar,
stungin ellefu sinnum með
hnífi liggur beinast við að
tengja árásirnar saman.
Önnur líf er sjötta skáld-
saga Ævars arnar Jóseps-
sonar um löggugengið Árna,
Katrínu, Stefán og guðna.
rétt einsog í hinum fyrri
er sögusviðið sótt beint í
íslenskan samtíma og sam-
félag.
360 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9979-659-52-5
Leiðb.verð: 5.680 kr.
Örsögur
Brief Tales
Erla Stefánsdóttir
Öll náttúran iðar af lífi, líf í
óteljandi myndum. allt hef-
ur sitt innra líf og álfaþróunin
gegnir því hlutverki að vera
birting innra lífs náttúrinnar.
alveg fram á þennan dag
er ég að sjá eitthvað nýtt og
uppgötva að það sem ég sé
er fólk ekki vant að sjá.
Mig langar að segja þér
eitthvað um náttúruna og
þær verur sem þar búa.
Örsögurnar fimmtán gefa
þér innsýn í mína lífssýn því
þær eru upplifanir náttúrunn-
ar í öllum sínum myndum.
Náttúran er lifandi veru-
leiki með álfum, dísum,
dvergum, englum, huldu-
verum, tröllum og svo miklu
miklu fleiru. Njóttu þess að
upplifa náttúruna.
48 bls.
Sigrún Lilja slf
ISBN 978-9979-70-760-8/-70-
735-6