Bókatíðindi - 01.12.2010, Page 143
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0 Fræði og bækur almenns efnis
141
Eitt þúsund tungumál
- lifandi, í hættu, horfin
Peter K. Austin
Þýð.: Baldur Ragnarsson
Tungumál heimsins segja
okkur lifandi menningarsögu
og í þessari bók er farið í
mikla heimsreisu þar sem les-
andinn kynnist eitt þúsund
tungumálum sem töluð eru
víðs vegar um heiminn, kann-
ar bakgrunn þeirra, sögu,
tengsl og sérkenni. Bókin er
litprentuð og búin ríkulegum
myndskreytingum; ljósmynd-
um, landakortum og skýring-
armyndum, sem gera efnið
bæði aðgengilegt og sérlega
skemmtilegt.
288 bls.
Bókaútgáfan Opna
ISBN 978-9935-10-015-3
Ekki lita út fyrir
Sjálfshjálparbók handa sjálfri
mér og öðrum ýlandi dræsum
Eva Hauksdóttir
Myndir: Ingólfur Júlíusson
Synd mannsins í heiminum
er ekki fólgin í hræsni hans,
hroka eða hégóma. Ekki í ótta
hans við traust og nánd. Ekki
í blygðun hans gagnvart lík-
ama sínum og sjálfum sér.
En hafirðu litað út fyrir lín-
urnar og upplifað einsemd
mannsins í heiminum vegna
þess, er sekt þín nógu stór til
að þessi ljóta bók eigi erindi
við þig.
213 bls.
Skrudda
ISBN 978-9979-655-64-0
Leiðb.verð: 3.990 kr. Kilja
Eldur uppi / Iceland
on Fire
Eyjafjallajökull
Vilhelm Gunnarsson
Eyjafjallajökull vaknaði til lífs-
ins vorið 2010. Í einstökum
myndum fréttaljósmyndar-
ans af sjónarspilinu í kringum
eldsumbrotin er ekkert dreg-
ið undan. Textinn er bæði á ís-
lensku og ensku.
112 bls.
Salka
ISBN 978-9935-418-33-3 Kilja
Arfleifð
Darwins
Vísindamenn hafa mótað þróunarfræðina og
sann reynt þróunarkenninguna með endur
teknum prófunum. Greint er frá rannsóknum og
niðurstöðum íslenskra vísindamanna á sviði
líffræði, jarðfræði, trúarbragðafræði og
vísindasagnfræði. Þetta er eina rit sinnar
tegundar á íslensku, gefið út í tilefni af
200 ára afmæli Darwins 2009 og að 150 ár
eru liðin frá útgáfu Uppruna tegundanna.
Þar sem
fossarnir
falla
Viðhorfum til íslenskrar náttúru er lýst eins og þau
birtast í umræðu um vatnsaflsvirkjanir frá því um
1900 til 2008 um hugmyndafræðileg átök milli
þeirra sem vildu virkjun vatnsorkunnar og þeirra
sem héldu sjónarmiðum náttúruverndar á lofti.