Bókatíðindi - 01.12.2010, Page 145
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0 Fræði og bækur almenns efnis
143
á 19. og 20. öld. Bókin er á
ensku.
371 bls.
ReykjavíkurAkademían
ISBN 978-9979-99-221-9
Leiðb.verð: 4.800 kr. Kilja
Eyjafjallajökull
Stórbrotin náttúra /
Untamed nature
Ari Trausti Guðmundsson
Myndir: Ragnar Th.
Sigurðsson
Einkar glæsileg ljósmynda-
og fræðibók, í stóru broti,
á íslensku og ensku. Bókin
spannar tímabilið frá því eld-
gos hófst á Fimmvörðuhálsi
í mars fram til gosloka í Eyja-
fjallajökli. Báðum gosunum
eru gerð ítarleg skil.
Hvergi er slegið af gæða-
kröfum enda höfundarn-
ir þaulreyndir afburðamenn,
hvor á sínu sviði.
3. prentun, október 2010,
aukin og endurbætt.
127 bls.
Uppheimar
ISBN 978-9979-659-70-9
Leiðb.verð: 5.980 kr.
Eyjar
Icelandic islands
Lárus Karl Ingason
Eyjar er myndabók í stóru
broti þar sem ljósmyndarinn
Lárus Karl sýnir okkur ein-
stakar myndir af helstu eyj-
um við strendur Íslands.
Áhugaverðar sögur og
staðreyndir um hverja eyju
eru raktar í knöppum texta á
ensku og íslensku.
48 bls.
Ljósmynd – útgáfa
ISBN 978-9935-9015-1-4
Feimnismál
Vilhjálmur Hjálmarsson
Gluggað er í gömul bréf,
ferðast með strandferðaskip-
um og kynjamyndir Aust-
fjarðaþokunnar skoðaðar.
Þá segir Vilhjálmur frá kynn-
um sínum af Ólafi Thors, sem
talaði eins vel um framsókn-
ardindlana og hann þorði.
Einnig segir hér af kynn-
um höfundar af Eiríki Þor-
steinssyni alþingismanni og
uppátækjum þeirra, sem og
fleirum. og hvernig fór með
hvolpinn sem Vilhjálmur neit-
aði að flytja suður?
227 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 978-9979-797-85-2
Leiðb.verð: 5.480 kr.
Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is
Kærleikur
og von
Trú - Mannfólkið andspænis guði sínum
er einstæð bók sem staðfestir rækilega að
hjörtum mannanna svipar saman, þó þeir
dreifi sér vítt um jarðarkringluna og aðhyllist
ólík trúarbrögð.
Í fimmtán ár ferðaðist listaljósmyndarinn Ken
Opprann um heiminn og myndaði fólk á fundi
við guð sinn. Hann var viðstaddur ótal
trúarhátíðir helstu trúarbragða heims, vitjaði
helgistaða og sótti fólk heim. Myndirnar bera
vitni falslausri einlægni og þrotlausri leit að
þeim mætti sem er æðri öllum skilningi.
Auk einstæðra ljósmynda geymir bókin glögga
umfjöllun um fimm helstu trúarbrögð heimsins;
Hindúasið, Kristindóm, Gyðingdóm, Búddasið
og Íslam.