Bókatíðindi - 01.12.2010, Page 146
144
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0
Ferðadagbækur
Magnúsar Stephensen
1807–1808
Samant.: Anna Agnarsdóttir
og Þórir Stephensen
Árið 1807 gerðu Bretar
stórskotaárás á Kaupmanna-
höfn og Danir gengu í lið
með Frökkum. Breski flotinn
var allsráðandi í norðurhöf-
um og hertók flest Íslands-
skipin. Magnús Stephensen
var á einu þessara skipa og
lýsir hann ferðinni, dvöl sinni
í Kaupmannahöfn og tilraun-
um sínum til að komast aftur
heim til Íslands. Hann dvaldi
um skeið í Noregi. Ber margt
forvitnilegt á góma í þessari
einstöku heimild. Inngangur,
skýringar og myndir: Anna
Agnarsdótir og Þórir Steph-
ensen.
190 bls.
Sögufélag
ISBN 978-9979-9739-8-0
Leiðb.verð: 3.800 kr.
Lærdómsrit
Bókmenntafélagsins
Ferlið og dygðin
Laozi
Þýð.: Ragnar Baldursson
Eitt af öndvegisritum heims-
menningarinnar, geymir
kjarnmikla forna lífsspeki
sem orðið hefur mörgum
kær. Kom út á íslensku árið
1921 undir heitinu Bókin um
veginn en nú sem Lærdómsrit
í nýrri þýðingu beint úr frum-
málinu. Kínverski frumtextinn
er prentaður gegnt íslenska
textanum, lesendum til fróð-
leiks og yndisauka, það er ný-
lunda í Lærdómsritum. Inn-
gangur og skýringar koma
þeim ekki síður að gagni sem
hingað til hafa lesið fyrri út-
gáfur ritsins Bókin um veginn
skýringarlausar.
227 bls.
Hið íslenska bókmenntafélag
ISBN 978-9979-66-260-0
Leiðb.verð: 3.490 kr.
Fjöll á Fróni
Gönguleiðir á 103 fjöll
Pétur Þorleifsson
Hér er lýst göngu á 103 fjöll,
há sem lág, langar göngur og
stuttar fyrir alla fjölskylduna.
Hverri gönguleið fylgir grein-
argott kort. Lýsing leiðarinn-
ar er ítarleg, hækkun og áætl-
uð tímalengd kemur fram og
útsýninu af toppnum er lýst
rækilega.
Pétur Þorleifsson er frum-
kvöðull í fjallaferðum á Ís-
landi og hefur áður skrif-
að bækurnar Fólk á fjöllum
og Íslensk fjöll. Eldhuganum
Pétri kynnast lesendur vel í
ítarlegu viðtali Páls Ásgeirs
Ásgeirssonar fremst í bókinni.
248 bls.
Bókaútgáfan Opna
ISBN 978-9935-10-025-2
Fjölmenning
og skólastarf
Ritstj.: Hanna Ragnarsdóttir
og Elsa S. Jónsdóttir
Hér er fjallað um ýmsa þætti
skólastarfs þar sem fjöl-
menning er snertiflötur eða
meginviðfangsefni. Sam-
félagsbreytingar í átt til auk-
ins menningar- og trúarlegs
fjölbreytileika kalla á breyt-
ingar á skólastarfi. Með bók-
inni er brugðist við þörf fyrir
fræðilegt íslenskt efni um
fjölmenningu og skólastarf.
Hún er einkum ætluð kenn-
aranemum, öðrum háskóla-
nemum, fræðimönnum og
starfandi kennurum á öllum
skólastigum og stefnumót-
andi aðilum, en er líka gagn-
leg fyrir foreldra sem flytjast
til og frá Íslandi með börn á
skólaaldri.
390 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-872-0
Leiðb.verð: 4.490 kr. Kilja
SMÁRIT SÖGUFÉLAGS
FERÐADAGBÆKUR
MAGNÚSAR STEPHENSEN
Ú T G E F E N D U R
A N N A A G N A R S D Ó T T I R
Þ Ó R I R S T E P H E N S E N
1807–1808