Bókatíðindi - 01.12.2010, Blaðsíða 148
146
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0
Gjá
Haukur Már Helgason
Gjá er safn greina, erinda og
ritgerða um samfélagsmál,
stjórnmál og menningu frá
árunum 2003–2010. Höfund-
urinn, Haukur Már Helgason,
hefur áður sent frá sér ljóð
og skáldverk en einnig get-
ið sér gott orð sem róttæk-
ur og frumlegur ritgerða-
smiður. Í textunum sem hér
eru saman komnir er m.a.
að finna kröftuga ádeilu á ís-
lenskt samfélag í aðdraganda
bankahrunsins.
214 bls.
Nýhil
ISBN 978-9935-413-08-6
Leiðb.verð: 2.990 kr. Kilja
Gripla XX
Ritstj.: Vésteinn Ólason
Greinar í þessu hefti Griplu
eru allar á ensku og byggð-
ar á fyrirlestrum sem flutt-
ir voru á rástefnunni „Nordic
Civilisation in the Medie-
val World“ 2007. Höfundar
greina eru: Jóhann Páll Árna-
son, Sverre Bagge, Gunn-
ar Karlsson, richard Gaskins,
Kirsten Hastrup, Przemyslaw
Urbanczyk, Margaret Clunies
ross, rudolf Simek, Torfi H.
Tulinius, Vilhjálmur Árnason,
Svavar Hrafn Svavarsson og
Joseph Harris.
280 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-654-06-3
Leiðb.verð: 4.600 kr. Kilja
Grunað vængjatak
Um ljóð Stefáns Harðar
Grímssonar
Eysteinn Þorvaldsson
Í bókinni er fjallað um smá-
sögur Stefáns Harðar en eink-
um þó um ljóð hans. Stefán
Hörður var ungur sjómaður
þegar fyrstu ljóð hans birt-
ust á fimmta áratug síðustu
aldar. Hann er eitt af atóm-
skáldunum svokölluðu sem
endurnýjuðu íslenska ljóða-
gerð um miðbik tuttugustu
aldar þrátt fyrir harða and-
stöðu ýmissa varðmanna
hefðarinnar. Sum ljóða Stef-
áns Harðar ollu talsverðum
deilum og eru þær raktar í
þessari bók. Stefán Hörður
ávann sér vaxandi virðingar
fyrir ljóð sín og hann hlaut Ís-
lensku bókmenntaverðlaun-
in í fyrsta sinn sem þau voru
veitt árið 1990. Í bókinni eru
einnig skrár um ritdóma og
þýðingar á ljóðum skáldsins.
296 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-883-6
Leiðb.verð: 4.490 kr. Kilja
Guðjón Ketilsson
1995–2010
Ólafur Gíslason
Guðjón Ketilsson er einn
fremsti myndlistarmaður
þjóðarinnar. Á ferli sínum
hefur hann skapað röð verka
sem heilla áhorfandann
vegna afburða handbragðs
og nákvæmni í framsetn-
ingu og sýna flókið samband
manns og umhverfis, sam-
tíma og sögu. Með hverri
sýningu bætist nýr þáttur
við óvenju fjölskrúðugan og
margbrotinn feril og stefnu-
festan í verkum hans verður
fyrst skýr þegar þeim er teflt
saman í einni bók. Vegna fjöl-
breytni og fágunar verkanna
er líkt og fyrir áhorfandanum
liggi myndlistarsaga síðustu
sex hundruð ára í nýjum bún-
ingi sem er í senn heillandi og
dularfullur.
Bókin er sú þriðja í ritröð
Crymogeu og Listsjóðs Dun-
gal um íslenska samtímalista-
menn.
192 bls.
Crymogea
ISBN 978-9935-420-06-0
Leiðb.verð: 5.490 kr.
Ómissandi
handbók
dömunnar