Bókatíðindi - 01.12.2010, Qupperneq 154
152
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0
Kirkjur Íslands
15. og 16. bindi
Ritstj.: Þorsteinn Gunnarsson
og Jón Torfason
Friðaðar kirkjur í Snæfellsness
og Dalaprófastsdæmi eru 14,
hér er þeim lýst í máli og
myndum frá sjónarhóli bygg-
ingarlistar, stílfræði og þjóð-
minjavörslu, hverjir teikn-
uðu, smíðuðu og máluðu,
birtar frumteikningar, mynd-
ir og uppmælingarteikning-
ar. Legsteinum og kirkjumun-
um er lýst og gerð grein fyrir
tilurð. Kirkjan er táknmynd
þess besta í byggingar- og
listasögu þjóðarinnar, þetta
eru glæsilegar listaverka-
bækur. Útgefendur eru Þjóð-
minjasafn Íslands, Húsafrið-
unarnefnd, Biskupsstofa og
prófastsdæmið. Meðútgef-
andi er Bókmenntafélagið,
sem einnig annast dreifingu.
ritnefnd skipa Margrét Hall-
grímsdóttir, Karl Sigurbjörns-
son og Þorsteinn Gunnars-
son. Fyrri rit bókaflokksins
eru um Árnesprófastsdæmi,
Skagafjarðarprófastsdæmi,
Húnavatnsprófastsdæmi, Eyja
fjarðarprófastsdæmi Kjalar
nesprófastsdæmi og Borgar
fjarðarprófastsdæmi.
654 bls.
Hið íslenska bókmenntafélag
ISBN 978-9979-66-258-7
Leiðb.verð: 5.490 kr.
Lærdómsrit
Bókmenntafélagsins
Kommúnistaávarpið
Karl Marx og Friedrich Engels
Þýð.: Sverrir Kristjánsson
Inng.: Páll Björnsson
Kommúnistaávarpið er eitt
áhrifamesta pólitíska ritið.
Þessi þýðing kom fyrst út á
íslensku 1949, nú birt með
ítarlegum skýringum, upp-
runalegum inngangi Sverris
Kristjánssonar ásamt nýjum
eftir Pál Björnsson sagnfræð-
ing. Þetta er 2. útgáfa verks-
ins sem Lærdómsrits, hin
fyrri kom út haustið 2008 og
fékk strax feiknagóðar viðtök-
ur. og enn er Kommúnista
ávarpið innblásið áróðursrit,
augnabliksþrungið spádóms-
rit og ómissandi heimildarrit
– verk sem allir ættu að kynna
sér.
240 bls.
Hið íslenska bókmenntafélag
ISBN 978-9979-66-264-8
Leiðb.verð: 3.490 kr.
Konan sem fékk spjót
í höfuðið
Kristín Loftsdóttir
Í bókinni fjallar höfundur um
rannsókn sína meðal Wo-
DaaBe-fólksins í Níger og
fléttar inn í frásögnina um-
ræður fræðimanna um vett-
vangsrannsóknir. Höfundur
bregður upp mynd úr heimi
rannsókna, þar sem óvænt-
ar uppákomur eru daglegt
brauð, og gefur um leið mik-
ilvæga innsýn í líf hirðingja í
suðurjaðri Saharaeyðimerk-
urinnar, en hún dvaldi þar
meðal þeirra í tvö ár, en einn-
ig í borgum þar sem aukin fá-
tækt hefur neytt þá út í far-
andverkamennsku.
220 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-876-8
Leiðb.verð: 4.500 kr. Kilja
Kvika
Myndverk Hafsteins
Austmann1950–2010
Hafsteinn Austmann og
Aðalsteinn Ingólfsson
Hafsteinn Austmann hefur
fyrir löngu skapað sér nafn
sem einn stefnufastasti list-
málari sinnar kynslóðar.
Þessi bók, sem gefin er út
í tilefni af 75 ára afmæli Haf-
steins Austmann og yfirlits-
sýngu hans í Gerðarsafni í
Kópavogi, inniheldur úttekt
á myndlistarferli listamanns-
ins eftir Aðalstein Ingólfsson
og mikið úral myndverka frá
öllum tímabilum á þeim ferli,
olíumálverk, vatnslitamyndir,
skúlptúra og veggmyndir.
176 bls.
Crymogea
ISBN 978-9789-9797-07
Leiðb.verð: 7.990 kr.
Kyrrð dagsins
Samant.: Helen Exley
365 textar til íhugunar – fyrir
alla daga ársins.
Hér er á ferðinni fallegt
safn tilvitnana með frábær-
um fjölbreytilegum myndum
fyrir alla daga ársins; hver og
ein valin til að hæfa tilvitnun
úr verkum frægustu hugsuða
og höfunda heims. Þú munt
kunna að meta þann andblæ
friðsældar og æðruleysis sem
fram kemur á þessum 365
síðum. Við vonum að þessi
djúpvitru orð hjálpi þér að
öðlast þann sálarfrið sem er
svo nauðsynlegur í erli dags-
ins. Þessi fallega bók er ómet-
anleg gjöf.
368 bls.
Steinegg ehf.
ISBN 978-9935-421-14-2
Leiðb.verð: 3.490 kr.