Bókatíðindi - 01.12.2010, Page 157
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0 Fræði og bækur almenns efnis
155
Haltu ró þinni
Pabbi, hetjan mín
Takk, elsku mamma
Þú heillar mig upp úr skónum
Jenny Kempe
Þessar skemmtilegu gjafa-
bækur frá Helen Exley eru
eftir Jenny Kempe. Hér fara
saman sniðugar teikningar
og skondnir textar sem gera
þessar bækur að frábærum
gjafabókum.
48 bls.
Steinegg ehf.
ISBN 978-9935-421-11-1/-08-1/-
10-4/-12-8/-13-5/-09-8
Leiðb.verð: 1.490 kr. hver bók
Lífshamingja í hrjáðum
heimi
Howard C. Cutler og
Dalai Lama
Þýð.: Guðni Kolbeinsson
Hvernig er hægt að lifa ham-
ingjuríku lífi á okkar tím-
um þegar veröldin virðist
svo hrjáð? Hér segir banda-
ríski geðlæknirinn Howard
C. Cutler frá samtölum sín-
um við Dalai Lama. Með sög-
um, dæmum og djúpum
hugleiðingum kennir Dalai
Lama okkur að sjá í gegnum
algengar hugsanavillur sem
leiða til vansældar og að tak-
ast á við þær með eigin ham-
ingju og annarra að leiðar-
ljósi. Sígild fræði búddatrúar
í bland við nýjustu rannsókn-
ir gera þessa mannbætandi
bók að einkar góðum leið-
arvísi til að kljást við algeng
vandamál samtímans.
370 bls.
ForLAGIð
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-169-2
Lífsleikni Njálu
Siðfræðileg umhugsunarefni
fyrir ungt fólk
Arthúr Björgvin Bollason
Ritstj.: Óskar Sigurðsson
Í þessari bók ræðir Arthúr
Björgvin við son sinn um lífs-
leikni Njálu, þ.e. ýmis sið-
ferðileg álitamál. Smám sam-
an skilur sonurinn að mörg
vandamál og úrlausnarefni
sem hann og jafnaldrar hans
glíma við í dag hafa fylgt okk-
ur óleyst frá örófi alda, svo
sem: Hvað er réttlát breytni,
dygð, hamingja, vinátta…?
Lífsleikni Njálu hefur að
geyma sjö endursagða kafla
úr Njálu, skýringar og verk-
efni. Bókin hlaut styrk úr Þró-
unarsjóði námsgagna 2010.
72 bls.
A4 Skrifstofa og skóli
ISBN 569-0-45-302209-1
Leiðb.verð: 2.995 kr.
Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is
Fjöllin laða
og lokka
„Pétur er einn af orðlögðustu
ferðagörpum sinnar tíðar.“
Páll Ásgeir Ásgeirsson
Fjöll á Fróni er þriðja fjallabók Péturs, áður
skrifaði hann Fólk á fjöllum og Íslensk fjöll í
félagi við Ara Trausta Guðmundsson.
Í þessari bók kynnumst við Pétri nánar í ítarlegu
viðtali Páls Ásgeirs Ásgeirssonar.
Pétur Þorleifsson er frumkvöðull í fjalla-
ferðum. Hér lýsir hann göngu á 103 fjöll, há
sem lág, löngum göngum og stuttum - fyrir
alla fjölskylduna. Hverri göngulýsingu fylgir
greinargott kort.