Bókatíðindi - 01.12.2010, Page 159
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0 Fræði og bækur almenns efnis
157
Lykilorð 2011
Orð Guðs fyrir hvern dag
Lykilorð hafa komið út árlega
á íslensku síðan 2006. Í bók-
inni eru tvö biblíuvers fyrir
hvern dag auk sálmavers eða
fleygs orðs, sem bæn eða til
frekari íhugunar. Lykilorð er
bók fyrir alla sem hafa áhuga
á því að lesa Biblíuna, jafnt þá
sem eru henni mjög kunnugir
sem og hina.
144 bls.
Lífsmótun
ISSN 1670-7141
Leiðb.verð: 1.190 kr. Kilja
Lögfræði
Réttarheimildir og aðferðir
lögfræðinnar
Ingibjörg Þorsteinsdóttir
Í bókinni er á aðgengilegan
hátt gerð grein fyrir grund-
vallaratriðum við notkun og
skýringu laga. Í bókinni er
fjallað um mismunandi rétt-
arheimildir í íslenskri lög-
fræði og beitingu þeirra. Vís-
að er til dóma og dæma til
skýringa og ábendingar um
ítarefni fylgir hverjum kafla.
Bókin er skrifuð fyrir þá sem
vilja öðlast þekkingu á að-
ferðum lögfræðinnar og fá
innsýn og þjálfun í að beita
þeim.
Höfundur bókarinnar er
dósent við lagadeild Háskól-
ans á Bifröst og hefur um ára-
bil kennt inngangs- og fram-
haldsnámskeið í almennri
lögfræði.
104 bls.
Háskólinn á Bifröst
ISBN 978-9979-9883-6-6
Leiðb.verð: 3.790 kr. Kilja
Mannfræði fyrir
byrjendur
Þórður Kristinsson og Gunnar
Þór Jóhannesson
Mannfræði fyrir byrjendur er
grunnbók í mannfræði ætl-
uð nemendum á framhalds-
skóla- og háskólastigi og
öllum áhugamönnum um
fræðigreinina. Í bókinni er
fjallað um undirgreinar mann-
fræðinnar og megináherslur
þeirra kynntar út frá söguleg-
um forsendum og viðmiðum
mannfræðinga nú á dögum.
Leitast er við að gera grein
fyrir grunnhugmyndum og
hugtökum fræðigreinarinnar
og tengja við nýlegar mann-
fræðirannsóknir, bæði hér á
landi og erlendis.
158 bls.
ForLAGIð
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3180-3 Ób.
Máttur Kabbala
Tæknifræði handa sálinni
Yehuda Berg
Máttur Kabbala opnar fyrir
þér ævafornt kerfi til að öðl-
ast ósvikin umskipti-tilfinn-
ingaleg, andleg, fjárhagsleg
og hugmyndaleg á öllum
sviðum lífs þíns.
Ekkert hókus pókus hér
og hefur ekkert að gera með
trúarkenningar, hugmyndirn-
ar í bókinni hrista jafnt uppí
veröld okkar en er samt svo
hnitmiðuð og auðskiljanleg
– Madonna.
252 bls.
Kabbalah á Íslandi
Dreifing: Kabbalah á Íslandi
ISBN 9789979708131
Leiðb.verð: 3.990 kr.
Meðgöngubókin
Anne Deans
Þýð.: Edda Ýr Þórsdóttir
Bókin gefur hagnýt og traust
ráð varðandi allar hliðar með-
göngunnar og foreldrahlut-
verkið. Líkamlegur þroski
fósturs viku fyrir viku er sýnd-
ur á myndum í raunstærð.
– Metsölubók um víða veröld.
392 bls.
Sögur útgáfa
ISBN 978-9935-416-05-6 Kilja
Meira sjálfstraust
Paul McGee
Þýð.: Lára Óskarsdóttir
Ert þú þín stærsta hindrun?
Í bókinni Meira sjálfstraust er
skýrt út hvað sjálfstraust er,
hvaðan það kemur, af hverju
það er mikilvægt og hvernig
við getum þróað með okkur
og öðrum meira sjálfstraust.
Bókin fjallar meðal annars
um hvernig við getum stækk-
að þægindahringinn okkar
og látið til okkar taka, hvern-