Bókatíðindi - 01.12.2010, Qupperneq 160
158
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0
ig við tökumst á við taugarn-
ar og vinnum á kvíða, hvern-
ig við náum okkur eftir áföll
og hvernig við getum aukið
sjálfstraust okkar með hjálp
annarra.
232 bls.
Sena
ISBN 978-9979-9947-9-4
Milli mála
Ársrit Stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur
Ritstj.: Rebekka Þráinsdóttir
og Magnús Sigurðsson
Efni ritsins að þessu sinni
einskorðast við fræðigrein-
ar, bæði rannsóknargrein-
ar og greinar með hagnýtari
skírskotun. Alls eru í rit-
inu 14 greinar, þar af níu rit-
rýndar, á alls sjö tungumál-
um: íslensku, dönsku, ensku,
ítölsku, rússnesku, spænsku
og þýsku. Efni greinanna
spannar mörg efnissvið þó
allar tengist þær tungumál-
um eða bókmenntum með
einum eða öðrum hætti.
Auk greina sem falla und-
ir bókmenntir og málvísindi
í þrengri merkingu er hér
að finna greinar með sterkri
sagnfræði- eða heimspeki-
legri tilvísun að ógleymdri
umfjöllun um kennslu er-
lendra tungumála á háskóla-
stigi.
362 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-869-0
Leiðb.verð: 4.500 kr. Kilja
Íslenzk Fornrit 23. og 24.
Bindi
Morkinskinna I og II
Umsj.: Ármann Jakobsson og
Þórður Ingi Guðjónsson
Ritstj.: Jónas Kristjánsson
Morkinskinna er mikið kon-
ungasagnarit frá fyrri hluta
13. aldar og greinir frá þeim
konungum sem ríktu í Noregi
eftir fall Ólafs helga á Stiklar-
stöðum árið 1030. ritið mun
í öndverðu hafa náð fram að
valdatöku Sverris Sigurðar-
sonar seint á 12. öld, en nið-
urlagið er glatað. Hér er á ferð
fyrsta rit þar sem saga margra
konunga er rakin ítarlega.
Morkinskinna gerist eink-
um við norsku hirðina, og
mikill áhugi er þar á hirð-
menningu og hirðlífi. Kon-
ungar eru sýndir í samskipt-
um við þegnana, og greina
má þar mikinn áhuga á kon-
ungsvaldi. Söguna má því
kalla samfélagsspegil þar
sem hirðlífið er skoðað í
ýmsum myndum. Enn frem-
ur ber sagan vitni miklu dá-
læti á framandi löndum, og
drjúgur hluti hennar gerist í
Austur-Evrópu og löndunum
umhverfis Miðjarðarhaf. Ein
höfuðprýði Morkinskinnu eru
hinar mörgu frásagnir af sam-
skiptum konunga við Íslend-
inga sem dveljast í Noregi,
hinir svonefndu Íslendinga
þættir. Flestir eru þættirn-
ir í sögu Haralds harðráða.
Sumir þáttanna eru meðal
meistaraverka íslenskra bók-
mennta, svo sem Auðun-
ar þáttur vestfirska, Halldórs
þáttur Snorrasonar, Hreiðars
þáttur heimska og Sneglu-
Halla þáttur. Í Morkinskinnu
eru fleiri vísur en í nokkru
öðru íslensku sagnariti.
Morkinskinna er hér í fyrsta
sinn gerð aðgengileg íslensk-
um almenningi, með ítarleg-
um formála og skýringum.
Verkið er í tveimur bindum; í
þeim báðum eru formálar og
skýringar, en skrár sem gilda
fyrir bæði bindin eru í því síð-
ara.
Útgáfur Íslenzkra fornrita
eru gerðar úr garði með ræki-
legum inngangi og skýring-
um á kveðskap og torskildum
orðum neðanmáls, auk sögu-
legrar, mannfræðilegrar og
landfræðilegrar glöggvun-
ar á atburðum og aðstæðum
þar sem þurfa þykir. Myndir
og kort prýða útgáfuna.
800 bls.
Hið ísl. fornritafélag
Dreif.: Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 978-9979-893-97-4
Leiðb.verð: 6.990 kr.
Myndir ársins 2009
Press photographs of the year
Blaðaljósmyndarafélag
Íslands
Ljósmyndabók sem end-
urspeglar á einstakan hátt
ástandið í íslensku þjóð-
félagi á síðasta ári. Hún fang-
ar einnig stórbrotið landslag
og fjölbreytileika mannlífs-
ins frá degi til dags. Stór-
glæsileg bók með íslenskum
og enskum texta. Sögur gefa
út í samvinnu við Blaðaljós-
myndarafélag Íslands.
174 bls.
Sögur útgáfa
ISBN 978-9935-416-06-3 Kilja
Norðurljós á Íslandi
Northern Lights in Iceland
Olgeir Andrésson
Glæsileg myndabók með þar
sem Norðuljósin leika aðal-
hlutverkið. olgeir Andrésson
hefur sérhæft sig í tökum á
Norðurljósunum.
Hægt er að sjá hluta mynd-
anna á heimasíðu hans:
www.olgeir.zenfolio.com.
Textinn í bókinni er á ensku
og þýsku. Tilvalin gjöf til er-
lendra vina, kunningja eða
viðskiptafélaga.
96 bls.
Útkall ehf.
ISBN 978-9979-9992-1-8
Leiðb.verð: 3.990 kr.