Bókatíðindi - 01.12.2010, Page 164
162
Fræði og bækur almenns efnis B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0
Péturspostilla
Hugvekjur handa
Íslendingum
Pétur Gunnarsson
Dögum oftar er höfundur-
inn beðinn um álit, skoð-
un, ávarp, hugvekju, ræðu,
grein eða erindi. Afstaða Pét-
urs Gunnarssonar hefur jafn-
an verið á eina lund: að segja
já – trúr því hugboði að hlut-
verk höfundarins sé að skipta
sér af því sem honum kemur
ekki við. Berhentur, umboðs-
laus, oftar en ekki ólaunað-
ur, en sannfærður um að leit-
in að merkingu sé leiðin til að
ljá lífi okkar merkingu.
256 bls.
ForLAGIð
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-168-5 Kilja
Poppkorn
Sigurgeir Sigurjónsson og
Einar Kárason
Sjöundi og áttundi áratugur-
inn var vellandi suðupottur
nýrra hugmynda um tísku,
menningu og viðhorf. Hér
er haldið á vit minninganna
með einstæðum ljósmynd-
um Sigurgeirs Sigurjónssonar
og minningabrot Einars Kára-
sonar kallast á við mynd efnið
svo úr verður glæsilegur og
skemmtilegur aldarspegill.
224 bls.
Forlagið
ISBN 978-9979-53-542-3
Ragnarsbók
Afmælisrit til heiðurs Ragnari
Aðalsteinssyni sjötugum
ritgerðir á sviðum tengdum
þjóðarrétti, stjórnskipunar,
mannréttindum og réttarrík-
inu eftir innlenda og erlenda
fræðimenn. ragnar er kunn-
ur fyrir störf sín sem málflutn-
ingsmaður og mannréttinda-
frömuður.
527 bls.
Hið íslenska bókmenntafélag
ISBN 978-9979-66-250-1
Leiðb.verð: 6.900 kr.
Rakarinn minn sagði
Samúel Jón Einarsson
Söguritari er borinn og barn-
fæddur Ísfirðingur og starf-
ar þar sem rakari og tónlist-
armaður. Þetta er önnur bók
hans.
Fyrri bókin Rakarinn minn
þagði kom út á síðasta ári og
hlaut góðar viðtökur. Sögu-
sviðið er sem fyrr Ísafjörð-
ur og nágrenni og koma við
sögu margar þekktar per-
sónur úr bæjarlífinu.
80 bls.
Samúel J. Einarsson
ISBN 978-9979-70-840-7
Ranghugmynd
Richards Dawkins
Alister McGrath og Joanna
Collicut McGrath
Þýð.: Brynjar Arnarson
Prófessor í trúarbragðasögu
og trúarbragðasálfræðing-
ur takast á við hugmynd-
ir guðleysingjans richards
Dawkins. Er trú vitleysa? Eiga
vísindin og trúarbrögðin í
ævarandi baráttu? Þörf bók
á miklum upplausnartímum.
124 bls.
Bókafélagið Ugla
ISBN 978-9979-651-65-9 Kilja
Ranghugmyndin um
guð
Richard Dawkins
Þýð.: Reynir Harðarson
Í þessari ástríðufullu varnar-
ræðu fyrir skynsemina ræðst
richard Dawkins gegn trúar-
brögðunum. Trú á yfirnátt-
úruleg máttarvöld getur ekki
verið grundvöllur fyrir skiln-
ingi okkar á heiminum og
þaðan af síður skýring á upp-
runa hans. Ef gagnrýni á trú-
arbrögðin er bannfærð eigum
við á hættu að vafasamir bók-
stafstrúarmenn af öllu tagi
vaxi okkur yfir höfuð. Trúin á
guðlega veru er iðulega or-
sök hryðjuverka og eyðilegg-
ingar eins og mannkynssagan
sýnir, allar götur frá kaþólska
rannsóknarréttinum fram að
árásinni á Tvíburaturnana í
New York. Þetta er mikilvæg
bók sem tekur afstöðu til eins
af brennandi málefnum sam-
tímans á skýran og sannfær-
andi hátt.
489 bls.
Ormstunga
ISBN 978-9979-63-096-8 Kilja