Bókatíðindi - 01.12.2010, Page 167
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0 Fræði og bækur almenns efnis
165
Saga Menntaskólans
á Ísafirði til 2008
Björn Teitsson
Í tilefni af 40 ára afmæli
Menntaskólans á Ísafirði
haustið 2010 var ákveðið
að gefa út sögu hans. Björn
Teitsson, sagnfræðingur, sem
var skólameistari við skólann
1979–2001, samdi texta bók-
arinnar. Í bókinni er fjallað
um aðdraganda að stofnun
skólans og baráttu heima-
manna fyrir menntaskóla.
ritið er vönduð skólaskýrsla,
sett fram á aðgengilegan hátt
eftir tímabilum. Umtöluð mál
sem komið hafa upp innan
skólans og eftirmál þeirra fá
hér umfjöllun. Í rammagrein-
um eru rakin æviatriði allra
skólameistara og ýmissa ann-
arra. Með sama hætti er birt
efni af léttara tagi úr skóla-
lífinu. Bókina prýðir fjöldi
mynda, m.a. ljósmyndir af ár-
göngum brautskráðra nem-
enda 1974–2008. Í viðauka
eru skrár yfir nemendur og
kennara skólans fram til árs-
ins 2008.
448 bls.
Menntaskólinn á Ísafirði
ISBN 978-9979-70-770-7
Leiðb.verð: 5.990 kr.
Saumahandbókin
Fríður Ólafsdóttir
Í þessari bók er útskýrt í smá-
atriðum, skref fyrir skref,
hvernig öll vinna við snið og
saumaskap fer fram. Vinnu-
teikning með útskýringum
fylgir næstum hverjum þætti.
Gagnleg bók fyrir byrjendur
sem lengra komna.
160 bls.
Sögur útgáfa
ISBN 978-9935-416-33-9 Kilja
Sálfræði einkalífsins
– Lærðu á lífið
Álfheiður Steinþórsdóttir og
Guðfinna Eydal
Bók fyrir alla þá sem vilja auka
lífshamingju sína. Hún vekur
lesandann til umhugsunar um
eigin stöðu, samskipti við aðra
og hvernig hægt er að takast á
við lífið og tilveruna.
286 bls.
Sögur útgáfa
ISBN 978-9935-416-27-8 Kilja
Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is
Tungumál veraldar segja lifandi menningar-
sögu. Í þessari glæstu bók er boðið til
mikillar reisu, þar sem lesendur kynnast eitt
þúsund tungumálum um veröld víða. Lýst er
bakgrunni þeirra, sögu, tengslum við önnur
mál og sérkennum. Með hjálp fjölbreytilegra
ljósmynda, skýringarmynda og landakorta
opnast heillandi veröld - aðgengileg og
umfram allt bráðskemmtileg.
Heimsmynd
tungumálanna