Bókatíðindi - 01.12.2010, Síða 175
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0 Fræði og bækur almenns efnis
173
Tími heimspekinnar
í framhaldsskólanum
Kristín Sætran
Frjáls öguð hugsun heim-
spekinnar skiptir máli fyrir
ungt fólk sem þarf frelsi til
að hugsa út frá sínum eig-
in forsendum en jafnframt
þann aga sem krafan um
rökstuðning felur í sér. Í bók-
inni er reynt að kynna og
skýra þau verðmæti sem fel-
ast í ástundun heimspekinn-
ar og sýna fram á gildi þeirra.
Heimspekileg hugsun er mik-
ilvæg fyrir þjóðfélagið því að
verðmætasköpun framtíð-
arinnar mun hvíla á herðum
fólks sem getur hugsað sjálf-
stætt og skýrt og vill og get-
ur óhikað greint kjarna mála.
220 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 978-9979-54-890-4
Leiðb.verð: 3.900 kr. Kilja
Tónlist í leikskóla
Sigríður Pálmadóttir
Tónlist í leikskóla er ætluð
þeim sem kenna í leikskólum
eða á yngri stigum grunn-
skóla og öðrum sem starfa
með ungum börnum. Fjallað
er um tónlist sem þroskaþátt
í leik barna og skipulögðu
starfi í söngstundum, tón-
listartímum og þemavinnu.
Einnig eru hér margs konar
hugmyndir að efni sem nota
má jafnt í formlegu starfi sem
óformlegu og er því skipt
niður í hljóðleiki, sönglög
og hlustunarefni. Þrír geisla-
diskar fylgja bókinni og sér-
stakt vefefni er fáanlegt.
248 bls.
ForLAGIð
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3161-2 Ób.
Trésmíði
Hönnun, útfærsla,
verkskipulag
Ritstj.: Wolfgang Nutsch
Þýð.: Sigurður H. Pétursson
Ný bók um trésmíði þar sem
tekið er mið af því besta sem
áunnist hefur innan trésmíða-
fagsins undanfarin ár. Bókin
skiptist í þrjá hluta, Útfærsla
og verkskipulag, Verkefna-
banka og Hönnun, og veitir
svör við ótal spurningum allt
frá teikniáhöldum og teikn-
ingum til hönnunar, smíði
húsgagna, innréttinga o.fl.
Öll framsetning er augljós
og skýr og efni og útfærslur
sýndar í þrívídd. Bókin hent-
ar vel til kennslu í iðn- og fjöl-
brautaskólum en einnig fólki
í atvinnulífinu, þeim sem búa
sig undir smíðanám og öllum
áhugamönnum um trésmíð-
ar. Fjöldi smíðaverkefna er í
bókinni.
316 bls.
IÐNÚ bókaútgáfa
ISBN 978-9979-67-253-1
Trú
Mannfólkið andspænis
guði sínum
Ken Opprann
Þýð.: Þorvaldur Kristinsson
Listaljósmyndarinn Ken
opprann ferðaðist um heim-
inn í 15 ár og ljósmyndaði fólk
á fundi við guð sinn. Myndirn-
ar eru einstakar í sinni röð og
fanga þá einlægni og fegurð
sem er sameiginleg allri trú-
ariðkun. Fimm trúarbragða-
fræðingar skrifa greinargóða
kafla um Íslam, kristindóm,
gyðingdóm, hindúisma og
búddisma.
Í þessari bók er leitast við
að byggja brýr milli ólíkra trú-
arbragða og auka skilning og
virðingu fyrir framandi trúar-
brögðum og siðum.
Sjón er sögu ríkari!
330 bls.
Bókaútgáfan Opna
ISBN 978-9935-10-029-0
Tröllaspor
Íslenskar tröllasögur I
Skrás.: Alda Snæbjörnsdóttir
Þegar menn tóku að flytjast
til Íslands urðu þeir þess fljótt
varir að í landinu voru fyrir á
fleti ýmsar huldar vættir. Fyr-
irferðarmestar þeirra voru
tröllin sem bjuggu á fjöll-
um uppi um land allt. Þetta
voru varhugaverðar skepnur
sem höfðu þó mörg einkenni
manna.
Í þessu verki eru dregnar
saman flestallar þekktar frá-
sagnir af íslenskum tröllum.
Í bókinni er fjöldi mynda frá
tröllaslóðum og þótt ekki
hafi náðst ljósmyndir af lif-
andi tröllum hefur mörg tröll
dagað uppi í aldanna rás og
birtast sum þeirra hér.
330 bls.
Skrudda
ISBN 978-9979-655-74-9
Leiðb.verð: 5.990 kr.