Bókatíðindi - 01.12.2010, Page 183
KIRKJUR ÍSLANDS
glæsilegar, hentugar handbækur
Snæfellsness- og
Dalaprófastsdæmi
Í glæsilegri ritröð um KIRKJUR ÍSLANDS eru
friðaðar kirkjur landsins skoðaðar með hliðsjón
af byggingarlist, stílfræði og þjóðminjavörslu. Á
lipru máli og með glæsilegu myndefni er fjallað
um kirkjurnar sjálfar ásamt kirkjugripum og
minningarmörkum.
Kirkjunum sjálfum er lýst, hverjir teiknuðu, smíð-
uðu og máluðu þær. Birtar eru frumteikningar,
uppmælingarteikningar og ljósmyndir. Þá er minn-
ingar mörkum (bautasteinum) og kirkjumunum
lýst, gerð grein fyrir tilurð þeirra og sagt frá þeim
sem unnu gripina.
Ritröðin um hinar friðuðu kirkjur opnar þér sýn
inn í mikilvægan þátt í menningarsögu okkar heima
í héraði, því kirkjan hefur ekki aðeins verið musteri
trúar, heldur einnig sýnileg táknmynd þess besta
í byggingar- og listasögu þjóðarinnar á hverjum
tíma, eins og alþekkt er úr menningar- og listasögu
annarra Evrópuþjóða.
Af 26 fyrirhuguðum bindum voru áður komin út
14 bindi um friðaðar kirkjur í Árnesprófastsdæmi,
Skagafjarðar-, Húnavatns-, Eyjafjarðar-, Kjalar -
ness- og Borgarfjarðarprófastsdæmi. Nú er komið að
Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi með 15. og 16.
bindi rit raðarinnar.
Þetta eru vandaðar, ríkulega myndskreyttar lista-
verkabækur sem hjálpa þér við að njóta gersema
íslenskrar þjóðmenningar heima í stofu. Er mín
kirkja þarna?
Ritstjórar: Þorsteinn Gunnarsson og Jón Torfason.
Ritnefnd: Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður,
Herra Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands, Nikulás
Úlfar Másson forstöðumaður Húsafriðunarnefndar
og Þorsteinn Gunnarsson arkitekt, formaður.
Er þín kirkja þarna?
Þjóðminjasafn Íslands, Húsafriðunarnefnd, Biskupsstofa
Hið íslenska bókmenntafélag