Bókatíðindi - 01.12.2010, Page 186
184
Saga, ættfræði og héraðslýsingar B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0
Mannlíf við Sund –
býlið, byggðin, borgin
Þorgrímur Gestsson
Hér er sögð saga hinnar fornu
jarðar, Laugarness, frá land-
námstíð fram yfir 1930. Sagt
er frá höfðingjum, lögmönn-
um og biskupum sem áttu
þessa fyrrum nágrannajörð
Reykjavíkur,og miklum um-
svifum: Þvottalaugunum og
Laugarneslaugum, upphafi
hitaveitu, fiskverkun á Ytri og
Innri Kirkjusandi og Álfheim-
um og upphafi almennings-
samgangna í Reykjavík að
ógleymdu iðandi mannlífi í
þessari fornu sveit, sem er nú
í hjarta borgarinnar.
Bókin kom fyrst út árið
1998 og fékk góða dóma
hjá fræðimönnum og öðru
áhugafólki um sögu Reykja-
víkur en hefur verið ófáanleg
í nokkur ár.
399 bls.
Þorgrímur Gestsson
ISBN 978-9979-70-819-3
Leiðb.verð: 5.900 kr.
Möðruvallahreyfingin
– Baráttusaga –
Elías Snæland Jónsson
Möðruvallahreyfingin – Bar-
áttusaga – eftir Elías Snæland
Jónsson er vönduð og ítarleg
frásögn af langvinnri baráttu
vinstri manna í Framsóknar-
flokknum á sjöunda og átt-
unda áratug síðustu aldar.
Meðal annars er byggt á
minnisblöðum og dagbók-
um höfundarins og skjala-
safni Eysteins Jónssonar.
464 bls.
Bókaútgáfan Hergill sf.
ISBN 978-9979-9694-3-3
Leiðb.verð: 5.900 kr. Kilja
Saga Félags
járniðnaðarmanna
1920–2006
Friðrik G. Olgeirsson
Hér segir frá baráttu járniðn-
aðarmanna fyrir bættum kjör-
um, auknum réttindum, betri
aðbúnaði á vinnustöðum og
framförum í faglegri kunn-
áttu. Ennfremur er greint frá
baráttu innan félags þeirra
á þriðja og fjórða áratugn-
um þegar kommúnistar og
hægri menn börðust um yfir-
ráðin í félaginu og það tengd-
ist mjög pólitískum deilu-
málum í þjóðfélaginu sem
og ýmsu öðru. Allir áhuga-
menn um íslenska félags- og
atvinnusögu láta þessa bók
ekki framhjá sér fara.
317 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 978-9979-797-83-8
Leiðb.verð: 6.900 kr.
Saga hjúkrunar
á Íslandi á 20. öld
Margrét Guðmundsdóttir
Bókin rekur sögu íslenskr-
ar hjúkrunarstéttar á tuttug-
ustu öldinni. Lifandi lýsing
á lífi, starfsháttum menntun
og starfs-aðstæðum hennar
bæði hérlendis sem erlendis.
Saga sem rennur ljúft,
er áhugaverð, lifandi og
skemmtileg. Sagan er sam-
tvinnuð sögu og réttindabar-
áttu kvenna og endurspeglar
um leið þjóðfélagsbreytingar
tuttugustu aldarinnar.
441 bls.
Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga
ISBN 978-9979-9798-4-5
Leiðb.verð: 7.990 kr.
Tvær
skemmtilegar
frá Bókafélaginu