Bókatíðindi - 01.12.2010, Page 194
192
Ævisögur og endurminningar B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 0 9
viðburðarík og átakamikil og
stundum hefur sá eldur sem
á honum brennur verið heit-
ur. Frá því segir Gunnar hér
en einnig frá bernskubrekum
suður með sjó, leiklistarnámi í
London, dansi við Bretaprins-
essu, ævintýralegum leik-
ferðum og heimshornaflakki,
vinum og ógleymanleg-
um samferðamönnum. Árni
Bergmann hefur skráð sögu
Gunnars af næmi og listfengi.
329 bls.
ForLaGið
JPV útgáfa
iSBN 978-9935-11-162-3
Kristján Jóhannsson
Á valdi örlaganna
Þórunn Sigurðardóttir
Kristján Jóhannsson er einn
örfárra íslenskra söngv-
ara sem komist hafa á svið
stærstu óperuhúsa heims-
ins. Æviferill hann er markað-
ur þverstæðum, rétt eins og
maðurinn sjálfur. Þrátt fyrir
frægð og frama fer því fjarri
að líf hans hafi alltaf ver-
ið dans á rósum. Erfiðleikar,
sjúkdómar og dauðsföll hafa
veitt honum þung högg en
ekkert hefur þó megnað að
brjóta á bak aftur óbilandi
lífskraft og þrótt þessa glað-
beitta akureyrings.
272 bls.
ForLaGið
JPV útgáfa
iSBN 978-9935-11-155-5
Árni Matt. –
Frá bankahruni
til byltingar
Árni M. Mathiesen og
Þórhallur Jósepsson
Nýjar upplýsingar úr innsta
hring um eitt örlagaríkasta
tímabil Íslandssögunnar. Árni
M. Mathiesen var fjármála-
ráðherra í ríkisstjórn Geirs
H. Haarde. Hvað gerðist í
raun og veru að tjaldabaki
í aðdraganda og eftirköst-
um bankahrunsins? Hvenær
hefði síðast verið hægt að
grípa í taumana? Hvar byrj-
aði ógæfan? Ómissandi fyrir
alla áhugamenn um sögu og
samtíð!
320 bls.
Veröld
iSBN 978-9979-789-79-6
Leiðb.verð: 6.490 kr.
Birgir Andrésson –
Í íslenskum litum
Þröstur Helgason
Birgir andrésson (1955–2007)
var í senn þjóðlegastur og al-
þjóðlegastur íslenskra lista-
manna. Áður en hann lést
um aldur fram hafði Þröst-
ur Helgason bókmennta-
fræðingur unnið að bók um
líf hans og list og skráð við
hann fjölmörg samtöl. Hér
birtist sagnameistarinn Birg-
ir í öllu sínu mikla veldi: fynd-
inn, írónískur, heimspekilegur
og uppátækjasamur. Bókin er
í senn vönduð, myndskreytt
úttekt á ferli hans og könnun
á hugmyndunum sem liggja
að baki verkum hans. Hún
geymir einnig ítarlegar skrár
yfir sýningar og viðtökur og
nýtist þannig sem grundvall-
arheimild um listferil Bigga
andrésar, sjónlistamannsins
sem ólst upp sem eini sjáand-
inn á blindraheimili.
180 bls.
Crymogea
iSBN 978-9935-420-05-3
Leiðb.verð: 5.990 kr.
Bubbi – Samtalsbók
Árni Árnason
Bubbi – Samtalsbók er verk
þar sem máluð er raunsæ
og heiðarleg mynd af við-
mælandanum. Höfundur og
Bubbi mynda skemmtilegt
mótvægi við hvorn annan og
bókin verður þannig lifandi
og skemmtileg aflestrar. Hún
gefur því sanna, heiðarlega
og gagnrýna mynd af Bubba
Morthens, bæði eins og við
þekkjum hann og eins og við
höfum ekki séð hann áður.
208 bls.
Prime
Söluaðili: N1
iSBN 978-9979-70-855-1
Allar helstu
perlur Jónasar