Bókatíðindi - 01.12.2010, Síða 204
202
Ævisögur og endurminningar B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 0 9
Meistarar og
lærisveinar
Þórbergur Þórðarson
„Stóra handritið“ loksins
komið á bók. Þórbergur seg-
ir frá námi sínu við háskól-
ann, lýsir ritstörfum, kveð-
skap og tilurð Bréfs til Láru,
kvennamálum, guðspeki-
áhuga og esperantónámi af
eldmóði og einstakri stílgáfu
sem einnig birtist í frábærum
lýsingum á Unuhúsi og gest-
um þess. Soffía auður Birgis-
dóttir skrifar formála. Íslensk
klassík Forlagsins.
190 bls.
Forlagið
iSBN 978-9979-53-539-3 Kilja
Refaskyttan hugljúfa
Sigurður Ásgeirsson
Sveinn Runólfsson og
Jón Ragnar Björnsson
Í tilefni þess að hinn lands-
frægi veiðimaður og þús-
undþjalasmiður, Sigurður
Ásgeirsson, hefði orðið átt-
ræður 19. desember 2010
vilja vinir hans minnast hans
með þessari bók. Hér er ekki
um hefðbundna ævisögu að
ræða heldur minningabrot
vina og samferðarmanna
Sigurðar sem var annáluð
refaskytta, veiðimaður, nátt-
úruunnandi og umfram allt
hlýr, skemmtilegur og eftir-
minnilegur félagi. Hann var
sjálfmenntaður hönnuður og
smíðaði fjölda véla og tækja
fyrir Landgræðsluna.
Lifandi frásögn studd fjölda
fágætra ljósmynda.
170 bls.
Sveinn Runólfsson
iSBN 978-9979-70-848-3
Leiðb.verð: 4.000 kr.
Svo þú ert þessi Hákon!
Hákon Sigurgrímsson
Fyrrverandi framkvæmda-
stjóri Stéttarsambands
bænda rifjar upp minningar
frá uppvexti sínum í Flóan-
um og viðburðaríkum starfs-
ferli. Þegar hann hóf störf hjá
Framleiðsluráði landbúnað-
arins stóð íslenskur landbún-
aður frammi fyrir afleiðingum
offramleiðslu í kjölfar vaxandi
tæknivæðingar og aukinnar
framleiðslugetu. Miklu varð-
aði að þessi undirstöðuat-
vinuvegur þjóðarinnar í þús-
und ár kæmi standandi niður
úr því umróti. Hákon átti þátt
í að móta þær aðferðir sem
þar var beitt, m.a. sem að-
stoðarmaður Steingríms Her-
mannssonar. En Hákon kem-
ur víðar við. Hann segir frá
eftirminnilegum mönnum og
lýsingar hans á bændafund-
um eru ógleymanlegar. Hér
er líka í fyrsta sinn sagt opin-
skátt frá tilraunum framsókn-
armanna til að framlengja líf
Tímans í nýju dagblaði, NT.
og ást höfundar á tónlist-
inni fer ekki fram hjá lesend-
um. Hákon segir frá áralangri
þátttöku sinni í Pólýfónkórn-
um og störfum sínum fyrir
Sinfóníuhljómsveit Íslands,
en hann var fyrsti formaður
stjórnar hennar.
487 bls.
Ormstunga
iSBN 978-9979-63-101-9
U206
Ævintýri Ella P
Helgi Jónsson
Elís Pétur Sigurðsson frá
Breiðdalsvík er löngu kunn-
ur fyrir athafnasemi og upp-
átæki. Flestir þekkja hann
undir nafninu Elli P. Hann var
bílstjóri á U206 í 60 ár, vann
við brúargerð, vegavinnu,
löndun, starfrækti steypu-
stöð, rak fiskvinnslu ásamt
öðrum, var umboðsmaður
BP, sótti rekavið á Langanes
og ætlaði að fara til Jan Ma-
yen, auk þess sem hann starf-
aði í Lionshreyfingunni. Þess
utan eignaðist hann 8 börn
með henni Fjólu sinni. Er það
furða þó menn segi stundum:
Hann Elli P!
260 bls.
Tindur
iSBN 978-9979-653-58-5
Sannkölluð ölskyldubók!
Öll helstu spilin