Bókatíðindi - 01.12.2010, Qupperneq 209
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0 Handbækur
207
eru í almanakinu upplýsingar
um helstu merkisdaga nokk-
ur ár fram í tímann.
98 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 977-1022-852-007
Leiðb.verð: 1.590 kr.
Almanak Hins íslenska
þjóðvinafélags 2011
Heimir Þorleifsson, Þorsteinn
Sæmundsson og Gunnlaugur
Björnsson
Almanak Þjóðvinafélagsins
er aðgengileg handbók um
íslensk málefni. Í almanakinu
sjálfu er m.a. að finna dagatal
með upplýsingum um gang
himintungla, messur kirkju-
ársins, sjávarföll, hnattstöðu
Íslands o. fl. Í Árbók Íslands
er fróðleikur um árferði, at-
vinnuvegi, stjórnmál, úrslit
Íslandsmóta, náttúruhamfar-
ir, slys, mannalát, verklegar
framkvæmdir, vísitölur, verð-
lag o. s. frv.
Fjöldi mynda er í ritinu.
208 bls.
Hið íslenska þjóðvinafélag
Dreifing: Sögufélag
ISSN 1670-2247
Leiðb.verð: 1.950 kr. Kilja
Á allra færi
Auður I. Ottesen, Páll Jökull
Pétursson og Gunnar Bender
Upplýsingarit og leiðavís-
ir um stangveiði fyrir núver-
andi og verðandi veiðimenn
á öllum aldri. Kíkt er ofan í
veiðitöskuna og farið yfir mis-
munandi veiðiaðferðir, hvaða
flugur gefa og hvernig á að
hnýta þær. Klæðnaður skipt-
ir líka máli svo veiðimaðurinn
krókni ekki úr kulda þegar
búið er að koma sér fyrir með
stöngina. Í bókinni er fjallað
um fjölskylduvæn veiðivötn
og -ár, eðli þeirra og gerð. Í
bókinni er einnig fróðleikur
um fisktegundir sem veiðast
í íslenskum ám og vötnum
og nokkrar góðar uppskrift-
ir fljóta með. Einstök bók fyrir
veiðimanninn.
100 bls.
Sumarhúsið og garðurinn ehf
ISBN 978-9979-9784-1-1
Leiðb.verð: 3.900 kr. Kilja
Álfasögur – á frönsku
Endurs.: Anna Kristín
Ásbjörnsdóttir
Myndskr.: Florence Helga
Thibault
Sjö dásamlegar álfasögur úr
Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is
Meistarakokkurinn Gordon Ramsay er í
miklum metum, ekki hvað síst vegna þess
hversu auðvelt er að fylgja uppskriftum
hans. Í þessari stóru og glæsilegu bók fá
lesendur að kynnast lykilréttum úr
matarmenningu Mið-Austurlanda,
Taílands, Bandaríkjanna, Kína, Indlands,
Spánar, Frakklands, Ítalíu, Grikklands og
Bretlands.
Þessi bók á erindi í öll íslensk eldhús.
Heimsreisa
bragðlaukanna