Bókatíðindi - 01.12.2010, Page 210
208
Handbækur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 0
Þjóðsögum Jóns Árnasonar,
ásamt litríkum og fallegum
myndskreytingum.
32 bls.
Bjartur
ISBN 978-9979-657-99-6
Leiðb.verð: 2.480 kr.
Ást fyrir lífið
Hjónabandsbókin
Stephen Kendrick
Þýð.: Pétur Björgvin
Þorsteinsson
Vilt þú gera þitt hjónaband
betra? Ást fyrir lífið er hjóna-
bandsbók. Hún er ætluð fólki
sem vill leggja í sjálfsnám og
vinnu við eigið hjónaband.
Lögð er áhersla á vinnu með
dyggðir eins og þolinmæði
og heiðarleika, tekið á mann-
legum þáttum eins og sjálfs-
elsku, afbrýðisemi, girnd og
öfund, og lesandinn hvatt-
ur til að leysa ýmis verkefni
sem eru til þess fallin að bæta
hjónabandið. Bókin hentar
jafnt hjónum sem og einstak-
lingum sem vilja bæta sam-
búð og sambönd. Bókin hef-
ur fengið mjög góðar viðtökur
víða, m.a. í Bandaríkjunum og
Þýskalandi.
225 bls.
Tindur
ISBN 978-9979-653-59-2 Kilja
Ástin og stjörnumerkin
Ellý Ármanns
Í þessari fróðlegu en um leið
skemmtilegu bók miðlar Ellý
Ármanns af þekkingu sinni
á samskiptum kynjanna út
frá fornum fræðum stjörnu-
merkjanna. Hér fá lesendur
einnig innsýn í reynsluheim
íslenskra kvenna sem tala op-
inskátt um kynlíf sitt og sam-
bönd við karla í hinum ýmsu
stjörnumerkjum.
Bókafélagið
ISBN 978-9979-9954-8-7
Beðið eftir barni
Hvers má vænta á
meðgöngunni?
Heidi Murkoff og Sharon Mazel
Þýð.: Eva S. Ólafsdóttir
Beðið eftir barni er geysistór
og ítarleg bók um allt sem
snertir meðgöngu og fæð-
ingu; einstök og ómissandi
stoð fyrir verðandi foreldra.
Meðgangan er rakin viku fyrir
viku, fjallað um fósturþroska,
næringu og heilsu móðurinn-
ar, meðgöngukvilla, áhyggjur
og tilhlökkun. Barnsfæðing-
unni er lýst, gefin góð ráð um
undirbúning, rætt um fæð-
ingartækni, keisaraskurði
og fjölbura. Þá er fjallað um
fyrstu vikur barnsins og til-
finningar nýbakaðra foreldra.
Hér er á ferð margreynd með-
göngubiblía sem selst hefur í
milljónum eintaka erlendis og
kemur nú loks í íslenskri þýð-
ingu.
564 bls.
ForLAgIð
Vaka-Helgafell
ISBN 978-9979-2-2126-5 Ób.
Boot Camp
– Hámarksárangur
Arnaldur Birgir Konráðsson
og Róbert Traustason
Boot Camp-æfingakerfið hef-
ur náð gífurlegum vinsæld-
um hér á landi, enda skila
þessar krefjandi en auðlærðu
æfingar frábærum árangri.
Hér er komin endurnýjuð
og aukin útgáfa bókarinn-
ar Boot Camp – Grunnþjálfun
sem hefur að geyma lýsing-
ar á fjölbreyttum æfingum
ásamt skýringarmyndum og
æfingaáætlunum þar sem
lýst er bæði grunnæfingum
fyrir byrjendur og elítuæfing-
um fyrir lengra komna.
184 bls.
ForLAgIð
JPV útgáfa
ISBN 978-9935-11-151-7 Ób.
Ómissandi
handbók
dömunnar