Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 3
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8
Barnabækur
Myndskreyttar
D
21 heillandi ævintýri
Falleg ævintýri
Sögur fyrir svefninn
Þýð.: Baldur Snær Ólafsson
Allir krakkar elska að hlusta á sögu fyrir svefninn og hér
eru margar fallegar sögur fyrir börn og foreldra til að
lesa saman. Gefðu ímyndunaraflinu lausan tauminn í
heimi fallegra frásagna og heillandi ævintýra.
176 bls.
Setberg bókaútgáfa
D
Ada og afmælisgjöfin
Eyrún Gígja Káradóttir
Amma á afmæli og Ödu langar að gefa henni fallegan
blómvönd með uppáhalds blóminu hennar, baldursbrá.
Ada rýkur af stað til að finna blóm í vöndinn en áttar sig
fljótt á því að hún þekkir ekki baldursbrá.
Þessari bók er ætlað að efla náttúrulæsi barna, því
það skiptir máli að kunna að lesa í náttúruna. Þeim mun
meira sem við vitum um umhverfi okkar því meiri virð-
ingu berum við fyrir því og vænna þykir okkur um það.
68 bls.
Ada útgáfa
D
Aðventuævintýri Diddu
Elín Elísabet Jóhannsdóttir
Myndskr.: Elín Elísabet Jóhannsdóttir
Didda er svo skemmtileg! Hún verður bráðum stóra-
systir. Hún er alltaf að velta fyrir sér lífinu og tilverunni
og lendir í ýmsum ævintýrum. Jólin eru að koma. Guð
og englarnir, Jesús og afi eru bestu vinir hennar og
saman upplifa þau sögu jólanna.
16 bls.
Skálholtsútgáfan
B
Aldrei snerta skrímsli!
Þýð.: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Hér kynnast börnin skrítnum skrímslum. Þessi bók er
tilvalin fyrir foreldra og börn að lesa saman. Snertiflet-
irnir á bókinni kæta mjög litla fingur. Góða skemmtun
við að snerta skrímslin ... ef þú þorir!
10 bls.
Unga ástin mín
D
Á Skyndihæð
Linda Sarah
Þýð.: Guðrún Urfalino Kristinsdóttir
Myndskr.: Benji Davies
Björn og Úlfur eru bestu vinir og leika sér löngum
stundum á Skyndihæð. Dag einn kemur nýr drengur
og vill slást í hópinn. Verður vináttan söm ef tvö verða
þrjú?
Hugljúf bók frá hinum virta listamanni sem mynd-
skreytti sögurnar um Nóa og litla hvalinn.
Hentar 3-8 ára krökkum.
34 bls.
litli Sæhesturinn
D
Bangsi litli í skóginum
Benjamin Chaud
Þýð.: Guðrún Vilmundardóttir
Í skóginum er allt með kyrrum kjörum. Bangsapabbi er
í þungum þönkum, Bangsamamma nartar í köngul og
Bangsabarnið fær sér blund. Bangsa litla leiðist hræði-
lega og að lokum getur hann ekki meir.
Bangsi litli lendir í miklum ævintýrum þegar hann
ákveður að hætta að vera björn og verða krakki. Önnur
bókin um skemmtilegu bangsafjölskylduna en sú fyrri,
Bangsi litli í sumarsól, hefur heillað lesendur á öllum
aldri.
40 bls.
Angústúra
B
Bestu vinir að eilífu
Boðskapur um góða vináttu
Þýð.: Baldur Snær Ólafsson
Bangsi litli er einmana eftir að hann fluttist í nýja húsið.
Hann saknar vina sinna, Mýslu, Greifa og Héra og
skrifar þeim bréf. Hann grunar ekki hvaða afleiðingar
það á eftir að hafa!
20 bls.
Setberg bókaútgáfa
B
Bílar
Lærðu að þekkja farartækin!
Þýð.: Baldur Snær Ólafsson
Kenndu barninu allt um bíla á skemmtilegan og
áþreifanlegan hátt. Bók fyrir yngstu börnin.
12 bls.
Setberg bókaútgáfa
3