Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 4

Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 4
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 G I Dæmisögur Esóps Val Biro Þýð.: Steingrímur Steinþórsson Þekktustu sögurnar úr sagnasafni Esóps, með mynd- skreytingum Val Biro. Hér birtast klassískar sögur eins og Drengurinn sem hrópaði Úlfur!, Ljónið og músin, Gæsin sem verpti gulleggjum og margar fleiri sögur sem glatt hafa börn á öllum aldri í gegnum aldirnar. 199 bls. Skrudda B Einar Áskell Einar Áskell leikur sér Vinir Einars Áskels Gunilla Bergström Þýð.: Sigrún Árnadóttir Hinn ástsæli Einar Áskell hefur kætt ótal íslensk börn og hér er hann kominn enn á ný í skemmtilega mynd- skreyttum bendibókum fyrir þau yngstu. Það er nóg að gera hjá snáðanum þar sem hann dundar sér við skemmtilega leiki og föndur, einn eða með vinum sínum. 12 bls. Forlagið – Mál og menning D Elmar David McKee Þýð.: Jakob F. Ásgeirsson Litskrúðugi f íllinn Elmar hefur unnið hug og hjörtu barna um allan heim. Hugljúf og skemmtileg barnabók um f íl sem sker sig úr f ílahjörðinni. Einstaklega fallega myndskreytt bók um gleði, umburðarlyndi og fjöl- breytileika. 32 bls. Ugla D Elmar fer í göngutúr David McKee Þýð.: Jakob F. Ásgeirsson Elmar sér og heyrir margt ótrúlegt í göngutúrnum sínum, en hin dýrin eru of önnum kafin til að stoppa og njóta þess með honum. Hvað skyldum við uppgötva í göngutúrnum hans Elmars? Ný bók í hinum vinsæla bókaflokki um Elmar, f ílinn fjölskrúðuga. 32 bls. Ugla D En við erum vinir Hafsteinn Hafsteinsson Hundurinn og kötturinn eru bestu vinir sem hafa ratað í ótal ævintýri saman og alla leið út í geim. Loks snúa þeir aftur til Jarðarinnar en lenda á stórfurðulegum stað þar sem skrítnar risaskepnur halda því fram að hundar og kettir séu óvinir. Þessi fallega saga um vináttuna er sjálfstætt framhald verðlaunabókarinnar Enginn sá hundinn. Bjarki Karlsson stílfærði í bundið mál. 32 bls. Forlagið – Mál og menning D Bláhvalur Jenni Desmond Þýð.: María S. Gunnarsdóttir Krakki nær sér í bók og fer að lesa um steypireyði, sem er langstærsta dýr jarðar. Hún er grá, en í sjónum virðist hún bláleit og er þess vegna líka kölluð bláhvalur. Textinn er sambland af fróðleik og skemmtilega hug- vitsömu sprelli. Afar fallegt myndmál Jenni Desmond höfðar til allra. Hentar 3-10 ára krökkum. 48 bls. litli Sæhesturinn B Bókin um hljóðin Soledad Bravi Þýð.: Guðrún Vilmundardóttir Fallega myndskreytt harðspjaldabók fyrir yngstu lesendurna. Frönsk klassík sem kemur nú í fyrsta sinn út á Íslandi. Hrikalega gaman að lesa saman. 120 bls. Benedikt bókaútgáfa D Byrjum snemma að leika og læra Þýð.: Bjarki Karlsson Í þessari bók fáum við innsýn í dæmigerðan skóladag hjá fimm ungum vinum sem eru að hefja skólagöngu. Tilvalin lesning með foreldrum fyrir drengi og stúlkur sem vilja vita við hverju er að búast þegar þau byrja sjálf í skóla. 26 bls. Unga ástin mín D Dala-dala Satomi Ichikawa Þýð.: Guðrún C. Emilsdóttir Dala-dala fjallar um ungan strák, Juma, sem ferðast með pabba sínum í lítilli dala-dala rútu á eyjunni sinni, Zanzibar í Austur-Afríku, og uppgötvar hafið og að það séu fleiri lönd lengra í burtu … Einstaklega innihaldsrík bók, með fallegum, nákvæmum teikningum, sem vekja forvitni og langanir. Hentar 3-8 ára krökkum. 36 bls. litli Sæhesturinn D F Drekinn innra með mér Laila M. Arnþórsdóttir Myndskr.: Svafa Björg Einarsdóttir Lítil súlka kemst að því einn daginn að innra með henni býr dreki sem er besta skinn Hann kennir henni að þekkja tilfinningar sínar og hvernig hún getur brugðist við þeim. Samnefnd sýning var sett upp í Eldborgarsal Hörpu við miklar vinsældir barna á aldrinum 4-7 ára. 28 bls. Veröld 4 Barnabækur MYNDSKREY T TAR

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.