Bókatíðindi - 01.12.2018, Page 7

Bókatíðindi - 01.12.2018, Page 7
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 D Lárubækur Afmæli hjá Láru Lára fer til læknis Birgitta Haukdal Myndir: Anahit Aleqsanian Láru-bækurnar eru sjálfstæðar sögur Birgittu Haukdal um töfrana í hversdegi Láru og bangsans Ljónsa. Lára undirbýr afmælisveislu fyrir Ljónsa af miklu kappi og það gengur á ýmsu en á leið heim af fótboltaæfingu dettur hún af hjólinu sínu og getur ekki hreyft fótinn. Hún þarf að fara til læknis og kvíðir því hvað hann ætlar að gera við fótinn. Í bókunum eru litríkar og fallegar myndir sem krakkar hrífast af. 41 bls. Forlagið – Vaka-Helgafell D Leika? Linda Ólafsdóttir Þessi fallega bók fangar töfra vináttunnar á einstakan hátt þannig að smæstu bókaormar hrífast með og vilja leika. Linda Ólafsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir myndir sínar og sögur innan og utan landsteinanna og hefur tvívegis hlotið Barnabókaverðlaun Reykjavíkur. 32 bls. Forlagið – Mál og menning D Leitin að Jólakettinum Ólíver Þorsteinsson Myndir: Sumarliði E. Daðason Eftir sögustund hjá ömmu ákveður Sara að halda af stað upp á Esju til þess að fanga jólaköttinn. Hún leggur af stað með sínum bestu vinum, Ara og Rósalind. Þau lenda í alls kyns ævintýrum með furðuverum og skrýt- inni konu, en enda loks á slóð jólakattarins. 48 bls. Tindur D Inga einhyrningur Aaron Blabey Þýð.: Bragi Valdimar Skúlason Ingu dreymir um að verða einhyrningur. Draumar geta svo sannarlega ræst en er endilega betra að vera einhver annar en maður er? Fallega myndskreytt bók í dásamlegri þýðingu Braga Valdimars. 32 bls. Töfraland – Bókabeitan D Jólalögin okkar Myndskr.: Úlfur Logason Tónlist: Jón Ólafsson Tónbækur Jóns Ólafssonar píanóleikara hafa svo sannarlega slegið rækilega í gegn hjá börnunum. Nú færir Jón okkur kærleiksanda jólanna í nýrri bók með 20 sígildum og skemmtilegum jólalögum; Í skóginum stóð kofi einn, Jólasveinar ganga um gólf, Jólin alls staðar og fleiri perlum. Einstakar myndskreytingar Úlfs Logasonar ásamt textum laganna prýða bækurnar. 64 bls. Sögur útgáfa B Jólanóttin Töfrandi jólasaga Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Á jólanótt ríkir friður og ró. Varla heyrist nokkurt hljóð, ekki einu sinni músatíst! Þessi sígilda og töfrandi saga með skemmtilegum og líflegum myndum er kjörin til að búa börn og foreldra undir komu jólanna. 20 bls. Setberg bókaútgáfa D Kíkjum heim til dýranna Anna Milbourne Skoðum hvar og hvernig ýmiss konar dýr búa – í holum, húsum, trjám og líka í sjónum. Einföld harðspjalda flipabók sem er bæði skemmtileg og fræðandi fyrir forvitna krakka 2 ára og eldri. 12 bls. Rósakot D Kormákur Einn, tveir og Kormákur Kormákur krummafótur Jóna Valborg Árnadóttir Myndir: Elsa Nielsen Kormákur er duglegur strákur sem vill fara sínar eigin leiðir þótt það feli í sér að vera í krummafót eða reyna að telja upp í endalaust. Tvær fallegar bækur um Kormák eru komnar út. 28 bls. Salka / Útgáfuhúsið Verðandi 7 Barnabækur MYNDSKREY T TAR

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.