Bókatíðindi - 01.12.2018, Síða 8

Bókatíðindi - 01.12.2018, Síða 8
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 D Mömmugull Katrín Ósk Jóhannsdóttir Mömmugull er hjartnæm og persónuleg bók frá höf- undinum Katrínu Ósk Jóhannsdóttur. Hún hefur áður skrifað bækurnar um Karólínu kónguló. „Fjársjóðurinn hennar mömmu er dýrmætari en allt gull og gersemar veraldar.“ 30 bls. Óðinsauga útgáfa D Nammigrísinn Huginn Þór Grétarsson Glæný og betrumbætt útgáfa af vinsæla ævintýrinu um hann Nonna nammigrís! Nonni lendir í ævintýri þar sem galdrakarl, tannpínupúki og nammitré koma við sögu. Hann fær illt í magann og tannpínu af sælgætisáti en fyrir vikið lærir hann að borða hollan og góðan mat. 30 bls. Óðinsauga útgáfa D Næturdýrin Bergrún Íris Sævarsdóttir Tónlist: Ragnheiður Gröndal Systkinin Lúna og Nói vita fátt skemmtilegra en að leika sér saman – líka á nóttunni! Í þessari gullfallegu barnabók sameinast kraftar þeirra Ragnheiðar Gröndal og Bergrúnar Írisar. Þær búa yfir einstakri næmni sem endurspeglast í töfrandi tónum, heillandi teikningum og ljúfri sögu. Geisladiskur með öllum lögunum fylgir. 48 bls. Töfraland – Bókabeitan D Hvolpasveitin Píla fer á flug Þýð.: Hildigunnur Þráinsdóttir Flughetjan hennar Pílu er á leið til Ævintýraflóa að halda flugsýningu. Flughetjan lendir í vandræðum með flugvélina sína á leiðinni og þarf að leita til Róberts og hvolpana. Píla lendir í aðalhlutverki í björgunaraðgerð- unum og fær ríkulega launað. 32 bls. Töfraland – Bókabeitan G Rosi fer í bað Bergljót Arnalds Myndir: Daniel Sauvageau Eftir af hafa leikið sér úti allan daginn finnst Rosa fátt skemmtilegra en að fara í bað, og þar heldur leikurinn áfram. Bráðskemmtileg baðbók fyrir yngstu bóka- ormana. 8 bls. Forlagið – JPV útgáfa B Prinsessur Lesum og skreytum Walt Disney Sögur, límmiðar og myndarammar! Skreyttu uppá- haldspersónurnar um leið og lesið er og skreyttu her- bergið með myndum. Fjórar litríkar myndir, á vegginn eða hilluna, fylgja ásamt yfir 85 margnota límmiðum til að skreyta með! 16 bls. Edda útgáfa D Litla ljúfa skrímsla Huginn Þór Grétarsson Litla ljúfa SKRÍMSLA fjallar um samskipti föður við litla prakkarann á heimilinu. Þó svo að litla stúlkan sé með ólæti og brjóti allt og bramli þykir pabba ekkert eins dásamlegt í heiminum og að eiga svona lítið ljúft skímsli. 44 bls. Óðinsauga útgáfa B Litla mörgæsin og ævintýrið mikla Kynnstu ást og vináttu Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Fylgstu með ævintýralegu ferðalagi litlu mörgæsarinnar þar sem hún kemur til margra framandi staða og kynn- ist fjölmörgum spennandi persónum. Verður ævintýrið eins og hún vonaðist til? Ævintýraleg og falleg saga fyrir börn frá þriggja ára aldri. 20 bls. Setberg bókaútgáfa G Litum og leikum með Binnu Litum og leikum með Jónsa Sally Rippin Nú getur þú litað og leikið með Binnu og Jónsa. Í þessum bókum eru myndir til þess að lita en þú getur einnig æft þig í teikningu, orðarugli og fleiri verkefnum. Svo má ekki gleyma öllum límmiðunum. 16 bls. Rósakot G Mandala afþreyingarbók Töfraheimur Töfrandi táknmyndir Þýð.: Baldur Snær Ólafsson Með trépinnanum geturðu smátt og smátt skafið burt svörtu kápuna og afhjúpað 12 frábærar mandalamyndir. Finndu hvað það er slakandi að skafa og skapa! Allar myndirnar er hægt að losa úr bókinni og hengja upp! 15 bls. Setberg bókaútgáfa 8 Barnabækur MYNDSKREY T TAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.