Bókatíðindi - 01.12.2018, Blaðsíða 9
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8
D
Stóra sögusafnið
Sögur af skemmtilegum vinum
Þýð.: Baldur Snær Ólafsson
Í þessum dýrmæta sagnasjóði birtast hrífandi persónur
í fallega myndskreyttu umhverfi. Allar sögurnar
eru stuttar og því mátulega langar til að lesa með
börnunum.
176 bls.
Setberg bókaútgáfa
D
Söguaskjan mín
Þýð.: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Fjórar þroskandi bækur í glæsilegri öskju sem segja
frá fjórum duglegum börnum. Þetta eru sögurnar:
Ég borða, Ég leik mér, Ég baða mig og Ég lúlla.
Sérlega fallegar myndskreyttar bækur fyrir yngstu
krílinn. Henta vel fyrir sögustund fyrir svefninn.
48 bls.
Unga ástin mín
B
Tré
Amandine Laprun
Yndisleg bók-skrautmunur í trélíki, til að skilja árstíð-
irnar um leið og bókinni er flett, og til að punta á hillu.
Á veturna er tréð bert, síðan myndast blóm á vorin,
loks ávextir á sumrin. Haustið kemur, blöðin roðna og
falla loks. Hringrásin hefst aftur, á meðan börn, fuglar
og íkornar leika sér í kringum tréð.
Harðspjaldabók. Enginn texti.
48 bls.
litli Sæhesturinn
D
Ævintýri úr Þúsund og einni nótt
Val Biro
Þýð.: Steingrímur Steinþórsson
Í þessari fallega myndskreyttu bók eru sjö heillandi
ævintýri úr ævintýrasafninu Þúsund og ein nótt sem
gleðja munu börn á öllum aldri.
Meðal ævintýranna eru: Aladdín og töfralampinn, Alí
Baba og ræningjarnir fjörutíu, Ferðir Sindbaðs sæfara
og mörg fleiri.
200 bls.
Skrudda
D
Skemmtilegar dýrasögur fyrir börn
Goran Markovic
Þýð.: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Fallegar og skemmtilegar dýrasögur fyrir börn sem
byggðar eru á dæmisögum Esóps. Hér segir frá ævin-
týrum ljónsins og músarinnar, bjarnarins og býflug-
unnar, engisprettunnar og maursins. Alls eru í bókinni
sex dæmisögur, sem henta mjög vel ungum lesendum
og einnig lestri fyrir svefninn.
124 bls.
Unga ástin mín
G
Snuðra og Tuðra eiga afmæli
Snuðra og Tuðra í sveitaferð
Iðunn Steinsdóttir
Myndir: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
Tvær nýjar bækur um systurnar uppátækjasömu.
Snuðra og Tuðra halda upp á afmælin sín með pompi,
prakt og miklu fjöri. Þær þurfa þó að læra að þakka fyrir
sig og vera ánægðar með það sem þær fá.
Snuðra og Tuðra fara í sveitina og hitta meðal annars
kýrnar sem fara aldrei í bað og kynnin verða heldur
nánari en þær áttu von á.
20 bls.
Salka / Útgáfuhúsið Verðandi
D
Stelpan sem týndi bróður sínum í ruslinu
Guðni Líndal Benediktsson
Myndskr.: Ryoko Tamura
Þrúði þykir ekkert leiðinlegra en að taka til. Dálítið rusl
hefur aldrei truflað hana – fyrr en það gleypir alla fjöl-
skylduna!
Tilneydd leggur Þrúður upp í stórhættulegan og
æsispennandi leiðangur gegnum gamlar matarleifar,
óhreinan þvott og ógeðiseyðimörk til að finna bróður
sinn og kljást við hið alræmda Ruslhveli.
40 bls.
Töfraland – Bókabeitan
D
Hvolpasveitin
Stóra bókin um Hvolpasveitina
Nickelodeon
Þýð.: Hildigunnur Þráinsdóttir
Viltu kynnast Róberti og ferfættu hetjunum í Hvolpa-
sveitinni? Kappa með gjallarhornið, ofurhuganum Pílu
og öllum hinum hvolpunum.
Þetta er bókin um hvolpana, farartækin þeirra og alla
sigrana!
24 bls.
Töfraland – Bókabeitan
9
Barnabækur MYNDSKREY T TAR