Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 10
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8
D F
Bieber og Botnrassa í Bretlandi
Haraldur Freyr Gíslason
Hljómsveitin Botnrassa er á leið til Bretlands að keppa
fyrir Íslands hönd um að komast á alheimstúr með
sjálfum Justin Bieber. Sjálfstætt framhald metsölu-
bókarinnar Bieber og Botnrassa sem sló í gegn árið
2017.
314 bls.
Bjartur
G
Birds
Hjörleifur Hjartarson
Þýð.: Larissa Kyzer
Teikningar: Rán Flygenring
Falleg bók um íslenska fugla fyrir alla fjölskylduna, nú
einnig fáanleg á ensku. Spéfuglarnir Hjörleifur Hjartar-
son og Rán Flygenring draga fram helstu sérkenni
fuglanna í máli og myndum án þess að taka sig of alvar-
lega og niðurstaðan er einstök og óvenjuleg en um leið
fræðandi bók um íslenska fugla.
184 bls.
Angústúra
D
Bold-fjölskyldan
Julian Clary
Þýð.: Magnús Jökull Sigurjónsson
Myndskr.: David Roberts
Bold-fjölskyldan býr í venjulegu húsi í ósköp venjulegu
úthverfi – en hún er fjarri því að vera venjuleg fjölskylda.
Frú Bold hannar skringilega hatta úr eggjakössum og
kjúklingabeinum. Herra Bold er mikill brandarakall
sem hnusar í ruslatunnum nágrannanna. Bobbý nagar
sundur stóla og borð og Bettý rekur annað slagið upp
skringilegan hneggjandi hlátur. Já, Bold-fjölskyldan er
fjarri því að vera venjuleg og hún á sér ótrúlegt leyndar-
mál. Bráðfyndin bók fyrir börn á öllum aldri.
268 bls.
Ugla
D I
Brúsi
Saga um vináttu manns og refs
Finnur Torfi Hjörleifsson
Myndskr.: Þóra Sigurðardóttir
Brúsi er með óvenju fallegan feld og brúsandi skott og
lifir villtur úti í náttúrunni. Hann er fljótur að forða sér
þegar veiðimaðurinn nálgast. En maðurinn heillast af
honum og lætur byssuna síga. Smám saman kynnast
þeir og læra að treysta hvor öðrum. Yndisleg saga um
vináttu manns og refs.
67 bls.
Skrudda
D
Dagbók Kidda klaufa 10
Leynikofinn
Jeff Kinney
Þýð.: Helgi Jónsson
Kiddi klaufi gefur ekkert eftir í leit sinni að gleði og
hamingju, þótt óheppnin elti hann á röndum. Gleði-
lestur fyrir börn og unglinga á öllum aldri.
Kiddi hefur aldrei verið sterkari, enda völdu 5000
börn landsins síðustu bókina um hann bestu þýddu
unglingabók ársins 2017 í sérstakri athöfn í Hörpu.
224 bls.
Tindur
Barnabækur
skáldverk
D
Ljósaserían
Afi sterki og skrímslin í Kleifarvatni
J.K. Kolsöe
Myndskr.: Bergrún Íris Sævarsdóttir
Ferðalag langfeðganna heldur áfram. Nú fara þeir á
Bedfordinum að Kleifarvatni með viðkomu í Stranda-
kirkju. Við Kleifarvatn vakna þeir upp við vondan
draum. Getur verið að allar þjóðsögurnar séu sannar?
Að það séu ekki bara skessur í Þrengslunum og nykur í
Hlíðarvatni heldur líka skrímsli í Kleifarvatni?
64 bls.
Bókabeitan
E
Alein úti í snjónum
Holly Webb
Þýð.: Ívar Gissurarson
Dúna litla reynir í örvæntingu að eignast heimili en
enginn virðist vilja eiga hana …
Þá kemur Ella í heimsókn. Hún verður strax hrifin
af Dúnu en mamma hennar er ákveðin – hún vill ekki
kött.
Dúna og Ella verða ákaflega sorgmæddar. En hvað
verður svo um kettlinginn sem enginn vill eiga?
128 bls.
Nýhöfn
C
Amma best
Gunnar Helgason
Lesari: Gunnar Helgason
Nú á Stella að fermast og þess vegna ætlar amma Köben
að koma til landsins – amma sem alltaf er svo hress og
skemmtileg. Fram undan er líka Norðurlandamótið í
spretthjólastólaakstri, fyrsti kossinn og algerlega ótíma-
bær dauði! Sögurnar um Stellu og fjölskyldu hennar
hafa notið gríðarlegra vinsælda, enda fanga þær hug
lesenda frá fyrstu síðu.
H 5:04 klst.
Forlagið – Mál og menning
D I
Ástarsaga úr fjöllunum
A Giant Love Story
Ástarsaga úr fjöllunum
Flumbra – Eine isländische Trollgeschichte
Flumbra – En islandsk troldemor
Flumbra – Une histoire d‘amour des montagnes
Guðrún Helgadóttir
Myndir: Brian Pilkington
Sígild saga Guðrúnar Helgadóttur um tröllskessuna
Flumbru og strákana hennar sjö sem heillað hefur kyn-
slóðir barna um allan heim. Fyrir þessa nýju útgáfu á
fimm tungumálum vann Brian Pilkington spánnýjar
myndir í anda þeirra upprunalegu.
32 bls.
Forlagið – Vaka-Helgafell
10