Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 11

Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 11
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 D Ekki opna þessa bók aftur Andy Lee Þýð.: Huginn Þór Grétarsson Ekki opna þessa bók! Slepptu henni! Strax! Finnurðu þessa fýlu?! Hún er af BÓKINNI! Farðu frekar og gláptu á sjónvarpið. Það er stórhættulegt að lesa bækur. Ég heyrði að ef þú lest bækur geti augun dottið úr þér! 30 bls. Óðinsauga útgáfa C Elsku Míó minn Astrid Lindgren Lesari: Hjalti Rúnar Jónsson leikari Það sem Búi finnur í garðinum virðist við fyrstu sýn bara vera ósköp venjuleg flaska. En Búi trúir ekki sínum eigin augum þegar andi skýst út um stútinn á flöskunni hans. Elsku Míó minn er saga um baráttu góðs og ills, og er ein af vinsælustu bókum höfundarins. H 3:25 klst. Hljóðbók.is D F C Fíasól gefst aldrei upp Kristín Helga Gunnarsdóttir Myndir: Halldór Baldursson Lesari: Kristín Helga Gunnarsdóttir Nú snýr Fíasól aftur, tíu ára og kraftmeiri en nokkru sinni fyrr. Hún stofnar björgunarsveit sem berst fyrir réttindum barna, glímir við tuddana í bekknum og spilar stuðbolta. Eldfjörug og ríkulega myndskreytt bók fyrir alla fjölskylduna og sjálfstætt framhald fyrri bóka um Fíusól sem hlotið hafa fjölda viðurkenninga og notið mikilla vinsælda. 208 bls. / H 2:30 klst. Forlagið – Mál og menning D F Draumurinn Hjalti Halldórsson „Atvikið sem breytti lífi mínu átti sér stað viku áður en Íslandsmótið í 4. flokki hófst. Refsingin virtist í fyrstu alveg hræðileg og gera endanlega út um drauminn … en reyndist síðan vera það besta sem hefur komið fyrir mig. Alveg þangað til ég ákvað að hætta í fótbolta.“ 126 bls. Bókabeitan E Drengurinn sem vildi verða maður Jørn Riel Þýð.: Jakob S. Jónsson Þegar Leifur læðist um borð í skipið hafði hann það huga að hefna föður síns. Hann grunaði ekki að hans biði ferð til Grænlands þar sem flest var ólíkt því sem hann átti að venjast á Íslandi. Fróðleg bók fyrir unga lesendur um íslenskan dreng og ævintýri hans á meðal ínúíta við lok víkingaaldar. 112 bls. Nýhöfn D I Dvergasteinn Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Húsið hennar ömmu Karólínu heitir Dvergasteinn. Í garðinum á bakvið það er líka stór og dularfullur steinn sem ber sama nafn. Þegar Ugla heimsækir ömmu sína verður hún margs vísari og gamalt leyndarmál verður til þess að hún kemst í kynni við íbúa steinsins. Verðlaunabókin Dvergasteinn kom fyrst út árið 1991 og hefur notið mikilla vinsælda. Hún hefur verið þýdd og gefin út á fjölda tungumála, en hér birtist hún að nýju með upphaflegum teikningum Erlu Sigurðar- dóttur. 130 bls. Dimma 11 Barnabækur SK ÁLDVERK

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.