Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 12

Bókatíðindi - 01.12.2018, Side 12
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8 C Harry Potter og viskusteinninn Harry Potter og leyniklefinn Harry Potter og fanginn frá Azkaban J.K. Rowling Þýð.: Helga Haraldsdóttir Lesari: Jóhann Sigurðarson Fáum bókum hafa lesendur tekið jafnmiklu ástfóstri við og bókunum um Harry Potter. Uppgötvaðu galdraheim þar sem þú kemst í snertingu við nornir, galdramenn, mugga og bestu vinina Harry, Ron og Hermione. Undirbúðu þig undir það að láta Voldemort hræða þig, að elska að hata Snape og að hlæja með tvíburunum Fred og George Weasely. Leggðu af stað í spennandi ævintýri þegar þú hlustar á sögurnar um drenginn sem lifði í frábærum lestri Jóhanns Sigurðarsonar! Fyrstu þrjár bækurnar í bókaflokkinum koma út á árinu 2018 og næstu bækur halda síðan áfram að koma út með reglulegu millibili fram á vor 2019. / H Storytel D F Henri rænt í Rússlandi Þorgrímur Þráinsson Enn er lukkudýrinu Henri boðið að horfa á íslenska karlalandsliðið í fótbolta spila – og nú við Argentínu og sjálfan Lionel Messi á HM í Moskvu. Hin dularfulla Mía slæst í för með honum en á leiðinni bíða þeirra gríðar- miklar svaðilfarir. Fyrri bækurnar um Henri slógu ræki- lega í gegn og hér kemur æsispennandi framhald. 156 bls. Forlagið – Mál og menning G Hin illa arfleifð Thomas Enger Þýð.: Örn Þ. Þorvarðarson Julie hefur aldrei séð föður sinn og móðir hennar þolir hvorki birtu né hávaða. Líf hennar er því langt frá því að vera venjulegt. Hún býr með afa sínum í stóru húsi, og er lögð í einelti í skólanum. 302 bls. Bókaormurinn D Gilitrutt barnaópera Salka Guðmundsdóttir Myndskr.: Heiða Rafnsdóttir Tónlist: Hildigunnur Rúnarsdóttir Þjóðsöguna um Gilitrutt þarf vart að kynna fyrir Íslend- ingum en hér færa höfundar hana örlítið nær nútím- anum, án þess þó að segja skilið við þjóðleg einkenni sögunnar sem er hér sögð í formi óperu með skemmti- legri og léttri tónlist. Texti er í bundnu máli sem heldur uppi spennu allt til enda þótt húmorinn sé aldrei langt undan. Bókin er fagurlega skreytt myndum og á vel heima í bókahillum allra barna sem vilja kynnast gömlu þjóðsögunum í nýjum og spennandi búningi. 56 bls. / Geisladiskur með upplestri fylgir með. Töfrahurð D Fegurstu Grimmsævintýri Fegurstu ævintýri H.C. Andersen H.C. Andersen Þýð.: Dagbjört Ásgeirsdóttir og Þorgrímur Kári Snævarr Söfn ævintýra með fallegum teikningum. 15 ævintýri í hvorri bók; önnur með sögur samdar af H.C. Andersen og hin með ævintýri skrásett af Grimmsbræðrum. Óðinsauga útgáfa D Handbók fyrir ofurhetjur – 2. hluti: Rauða gríman Elias Vahlund og Agnes Vahlund Þýð.: Ingunn Snædal Ef mann dreymir nógu lengi um eitthvað sérstakt rætist draumurinn að lokum. Það er komin ný ofurhetja í bæinn. Börnin í skól- anum hrífast af Rauðu grímunni sem flýgur um og tekst á við bófa. Þau hafa ekki hugmynd um að hún er Lísa bekkjarsystir þeirra, sem alltaf er strítt. Lísa hefur verið að æfa sig í ofurkröftum – en nú stendur hún frammi fyrir sínu erfiðasta verkefni. Hröð, spennandi og skemmtileg saga um stúlku sem grípur til sinna ráða. 104 bls. Drápa D Handbók fyrir ofurhetjur – 3. hluti: Alein Elias Vahlund og Agnes Vahlund Þýð.: Ingunn Snædal Að vera ofurhetjan Rauða gríman hefur breytt öllu fyrir Lísu. Hún hefur öðlast áður ófundið sjálfstraust – en er samt ennþá einmana. Á sama tíma óttast allir ræningjar og aðrir glæpa- menn í Rósahæð að verða handsamaðir af hinni dular- fullu ofurhetju. Allir nema hættulegasti glæpaforinginn í bænum. Hann er orðinn þreyttur á afskiptum Rauðu grímunnar og ákveður að stöðva hana! Hröð, spennandi og hjartnæm saga um stelpu sem tekur málin í eigin hendur. 104 bls. Drápa 24. OG 25. 12 Barnabækur SK ÁLDVERK

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.