Bókatíðindi - 01.12.2018, Qupperneq 13
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 8
C
(lang) Elstur í bekknum
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Lesari: Sigríður Láretta Jónsdóttir
Það getur verið dálítið skrítið að byrja í nýjum skóla þar
sem maður þekkir engan. En það er eiginlega stórfurðu-
legt þegar níutíu og sex ára gamall karl sest við hliðina
á manni og enginn kippir sér upp við það! Fljótlega
verða bekkjarfélagarnir Eyja og Rögnvaldur ágætis vinir
þrátt fyrir níutíu ára aldursmun. Þegar Eyja kemst að
leyndarmáli Rögnvaldar gera þau með sér samning en
tekst Eyju að standa við hann?
H 57 mín.
Storytel
D
Langelstur í leynifélaginu
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Eftir skemmtilegan skólavetur eru vinirnir Eyja og
Rögnvaldur komin í sumarfrí. Þegar hinn háaldraði
Rögnvaldur flytur á dvalarheimili fær Eyja að fylgja
honum á meðan foreldrar hennar eru í vinnu. Áður var
Rögnvaldur langelstur í bekknum en nú hafa hlutverkin
snúist við og Eyja er orðin langyngst á dvalarheimilinu.
120 bls.
Bókabeitan
D
Leyndarmál Lindu 5
Sögur af EKKI-SVO-GÁFAÐRI sem-veit-allt
Rachel Renée Russell
Þýð.: Helgi Jónsson
Það eru engin takmörk fyrir því hvað ein stelpa getur átt
mörg leyndarmál. Linda sér um það. Alveg ókeypis.
Fimmta bókin um Lindu og leyndarmál hennar er sú
allra skemmtilegasta hingað til.
320 bls.
Tindur
G
Litla-Mús og töfrar hugans
Anna Lísa Björnsdóttir
Myndskr.: Anna Lísa Björnsdóttir
Litla-Mús leitar mömmu sinnar og á leið sinni nýtir hún
hugarhæfileika sína öðrum dýrum til hjálpar. Þakkir
dýranna færa Litlu-Mús svo nær markmiði sínu. Litla-
Mús hjálpar t.d. flughræddum svani og hunangsflugu
með frjókornaofnæmi. Gætu töfrar hugans hjálpað
heima hjá þér?
Hugljúf saga fyrir börn og foreldra. Einnig til á ensku.
84 bls.
Anna Lísa Björnsdóttir
D
Ljóðpundari
Þórarinn Eldjárn
Myndir: Sigrún Eldjárn
Í þessari bráðskemmtilegu barnaljóðabók má meðal
annars lesa um kláran klár, vinina Urg og Surg, f íl í
postulínsbúð og beinan banana. Bækur Þórarins og Sig-
rúnar Eldjárn hafa notið gríðarlegra vinsælda um árabil,
jafnt hjá börnum og fullorðnum, og aflað höfundum
sínum fjölda verðlauna.
50 bls.
Forlagið – Vaka-Helgafell
E F
Hrollur
6. Besti vinur minn er ósýnilegur
7. Draugaskólinn
R. L. Stine
Þýð.: Birgitta Elín og Marta Hlín
Draugaskólinn og Besti vinur minn er ósýnilegur.
Tvær glænýjar í Hrollsbókaflokknum. Léttar hroll-
vekjur fyrir 8 ára og eldri.
128 bls.
Bókabeitan
E
Hulduheimar
Hafmeyjarif
Skýjaeyjan
Rosie Banks
Þýð.: Arndís Þórarinsdóttir
Skemmtilegu sögurnar af spennandi ævintýrum þeirra
Evu, Sólrúnar og Jasmínar í Hulduheimum hafa öðlast
miklar vinsældir meðal íslenskra barna. Hér eru tvær
nýjar léttlestrarbækur um vinkonurnar hugrökku og
átök þeirra við Nöðru drottningu og illþýði hennar.
120/112 bls.
Forlagið – JPV útgáfa
D F
Jólasveinarannsóknin
Benný Sif Ísleifsdóttir
Myndskr.: Elín Elísabet Einarsdóttir
Dagana þrettán fyrir jól sefur Baldur álíka lítið og
gamlir afar. Hann er andvaka af spenningi yfir fjalla-
bræðrunum þrettán og rannsókninni sem hann og
vinir hans, Elías og Hjörtur, ætla að gera. Vopnaðir
spjaldtölvum, reglustiku, jólaseríum og apa ætla þeir
nefnilega að komast að því hvort jólasveinar séu til í
alvörunni!
140 bls.
Bókabeitan
D
Jólasyrpa 2018
Walt Disney
Jólasyrpan er löngu orðin ómissandi partur af jólum
margra. Fjörug lesning um íbúana í Andabæ, sem
kemur öllum í hátíðarskap!
256 bls.
Edda útgáfa
D
Ljósaserían
Korkusögur
Ásrún Magnúsdóttir
Myndskr.: Sigríður Aðils Magnúsdóttir
Korka er með sítt ljóst hár og stór blá augu. Sumir segja
að hún sé algjör fyrirmyndarstúlka en foreldrar hennar
vita betur.
Korka er nefnilega algjör prakkarakringla sem ræður
stundum ekki við fjörið innra með sér og hefur lag á því
að koma sér í vandræði. Það er samt sjaldnast henni að
kenna, það gerist bara alveg óvart.
64 bls.
Bókabeitan
13
Barnabækur SK ÁLDVERK